Fréttir

Milljónatjón í óveðri í byrjun febrúar

Óveður sem gekk yfir dagana 5. og 6. febrúar olli miklum skemmdum og hleypur tjón á milljónum þó heildartala hafi ekki verið tekin saman. Fyrir liggur að hefja lagfæringar og einnig að grípa til aðgerða svo koma megi í veg fyrir að sambærilegt tjón verði í framtíðinni.

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur - Brynja Baldursdóttir

Þriðjudaginn 18. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Brynja Baldursdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Ferð um hið innra landslag. Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

Lokaorðið ,,Megir þú lifa áhugaverða tíma"

Þegar Kínverjar til forna vildu óska fjendum sínum ills óskuðu þeir þess að fjendurnir lifðu áhugaverða tíma. Sjálfur hef ég aldrei skilið þetta, því ég hef alltaf óskað þess að fá að lifa áhugaverða tíma. Áhugaverðum tímum fylgja langar nætur, mikil spenna og erfiðar áskoranir. Aðeins með því að mæta slíku geta menn kynnst sjálfum sér og öðlast styrk og þroska.

Lesa meira

Akureyri - Nýr sjóvarnargarður

Framkvæmdum er lokið við 350 metra langan varnargarð sem nær frá frystihúsi ÚA og suður að Tangabryggju

Lesa meira

Frá Þýskalandi til Hollands til Akureyrar

„Það er ótrúlega auðgandi og fjölbreytt upplifun að stunda nám í Heimskautarétti við Háskólann á Akureyri. Ég hef haft tækifæri til að rannsaka flókin mál tengd umhverfisrétti, stefnumótun og stjórnsýslu í samhengi við heimskautasvæðin,“ segir Anna Christin Lauenburger, stúdent í Heimskautarétti við Lagadeild skólans.

 

Lesa meira

Bakþankar bæjarfulltrúa - Upplifun

Hvaða tilfinningu viljum við hafa fyrir bænum okkar? Hverju erum við tilbúinn að fórna í þjónustu við allt um lykjandi stefnu nútímans um þéttingu byggðar? Er ásættanlegt að jafnvel gjörbreyta ásýnd einstakra hverfa svo koma megi þar fyrir fleiri íbúðum? Og hvað um herfræðina gegn einkabílnum sem byggir á þeirri fyrir fram gefnu forsendu að mikilvægi hans í daglegu lífi borgarans fari senn mjög þverrandi?

 

Lesa meira

NPA miðstöð opnuð á Akureyri

„Þetta er góður áfangi og við horfum björtum augum til framtíðar. Með opnun miðstöðvarinnar opnast enn betri tækifæri en áður til að veita félagsfólki á Norðurlandi öflugri þjónustu en áður,“ segir Breki Arnarsson ráðgjafi hjá NPA miðstöðinni á Akureyri, en hún var opnuð í liðinni viku.

Lesa meira

Annar áfangi í 100 ára sögu félagsins

Sögunefnd Íþróttafélagsins Völsungs ritar sögu félagsins

Lesa meira

Vel gengur að reisa hótel við Hafnarstræti

Flutningaskipið FWN Performer kom um miðjan febrúar með hóteleiningar til uppbyggingar á Hótel Akureyrar við Hafnarstræti. Þeim var skipað upp á Tangabryggju og fluttar á byggingrastað.

 

Lesa meira

Er þetta lausnin?

Bergfesta byggingarfélag lagði fram hugmynd á heimasíðu fyrirtækisins sem vakið hefur athygli og segja sumir að þarna sé komin lausn á málum heilsugæslustöðvar sem fyrirhugað sé að byggja á Brekkunni.

Lesa meira