Fréttir

50 ára afmælisfagnaður Geðverndarfélags Akureyrar

Geðverndarfélag Akureyrar hélt upp á 50 ára afmæli sitt nýverið, en félagið var stofnað þann 15. desember 1974. Um 50 manns mættu í fagnaðinn, hlýddu á fróðleg erindi, nutu lifandi tónlistar og glæsilegra veitinga.

Lesa meira

Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum fer fram í kvöld

Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum er meðal stærstu menningarviðburða á Norðausturlandi. Tónkvíslin verður haldin í 18. skipti í kvöld 16. nóvember.

Sigurvegari keppninnar keppir fyrir hönd skólans í söngkeppni framhaldsskólanna, þar sem margar stjörnur hafa einmitt stigið sín fyrstu skref. Þar má meðal annars nefna Birgittu Haukdal sem flestum landsmönnum er vel kunn.

Lesa meira

Bakþankar bæjarfulltrúa Því ekki að gera tilraun?

Það snjóaði um daginn. Götur urðu flughálar. Og ég dreif mig með bíl konu minnar í dekkjaskipti. Þú kemst að eftir tíu daga, var svarið sem ég fékk.

Lesa meira

Það sem Húsavíkingar gera best

Bjóða íbúa Manchester velkomna í bæinn

Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu í Nonnahúsi

Barnabókarithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, fæddist 16. nóvember 1857. Af þessu tilefni er boðið til afmælis á æskuheimili hans, Nonnahúsi, á afmælisdaginn milli 12 og 14.

Lesa meira

Fyrirséð að álag á fráveituna verður mikið

Talsverður viðbúnaður er á Akureyri vegna veðurs sem nú gengur yfir svæðið. Líkur eru á að svipað ástand geti skapast og í september 2022 þegar sjór gekk á land á Eyrinni með umtalsverðum afleiðingum. Margt er líkt með veðrinu sem spáð er í kvöld og þeim aðstæðum sem þá sköpuðust.

Lesa meira

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2024

Dómnefnd mun kunngera úrslit í ritlistasamkeppni Ungskálda 2024 við hátíðlega athöfn í Amtsbókasafninu á Akureyri. Athöfnin fer fram á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember kl. 14.

Léttar veitingar verða í boði að athöfn lokinni og einnig verður tónlistarflutningur frá Elíasi Dýrfjörð sem leikur á kontrabassa. Öll velkomin á athöfnina.

Lesa meira

Þrír konungar frá Skarðaborg

Haustið er að baki og vetur konungur hefur tekið völdin amk. fyrst um sinn  Sauðfé hefur haft það gott á beitinni, enda fyrri hluti nóvember óvenju hlýr. Hrútar fara á gjöf í vikunni á flestum bæjum og sumir bændur eru farnir að rýja féð inn.

Þessir „konungar“ í Skarðaborg í Reykjahverfi eru vel ullaðir og þó næði kuldaél þá verður þeim ekki kalt í sinni kápu.

Vonandi verður veturinn mildur, en bæði bændur og búalið þurfa á því að halda eftir kalt og rigningasamt sumar. 

Lesa meira

Um 200 manns kynntu sér starfsemi Pharmarctia á Grenivík

Um 200 manns komu við á opnu húsi hjá fyrirtækinu Pharmarctia á Grenivík um liðna helgi. Þá var formlega tekið í notkun 1500 fermetra viðbótarhúsnæði sem gestum og gangandi bauðst að skoða jafnframt því að kynna sér starfsemi félagins.

Lesa meira

Bókarkynning - Ókei

Út er komin bókin ÓKEI — uppruni og saga þekktasta orðatiltækis í heimi. Höfundur er Sigurður Ægisson og Hólar gefa út.

               OK eða O.K., ýmist ritað með lág- eða hástöfum, er sagt vera þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin um gjörvalla Jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið sem heyrðist mælt á Tunglinu. Það er ekki lítið afrek. Hvað með aðrar reikistjörnur verður, á eftir að koma í ljós.

Lesa meira