Fréttir

Verkefnin framundan hjá Bifröst og Háskólanum á Akureyri Hans Guttormur Þormar ráðinn sem verkefnastjóri

Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Hans er með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafa rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum.

Lesa meira

Kastað fram af svölum og lögreglu ógnað með hníf

Ofbeldishegðun í samfélaginu hefur aukist töluvert undanfarin misseri og hefur lögregla miklar áhyggjur af stöðunni segir á facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Lesa meira

Lokaorðið Dugnaður er dyggð - Leti er löstur

Frá landnámi hefur vinnusemi verið okkur Íslendingum í blóði borið. Það er meginstef í sjálfum Íslendingasögunum að dugnaður sé dyggð en leti löstur. Það var í sjálfu sér eðlilegt í harðri lífsbaráttu, hvort sem var til sjávar eða sveita. Fólk þurfti að vera að vinna frá morgni til kvölds til að svelta ekki.

Lesa meira

Jón Hjaltason óflokksbundinn um lóðir við Miðholt Réttast að falla frá hugmyndum um fjölgun íbúða

„Ég tel því réttast að falla frá hugmyndum um fjölgun íbúða á umræddum lóðum, heldur ætti að fækka þeim eða jafnvel falla alveg frá öllum byggingaframkvæmdum við Miðholt 1-9,“ segir Jón Hjaltason óflokksbundinn fulltrúi í skipulagsráði Akureyrar.

Lesa meira

Hopp fær 5 ára samning en ekki einkaleyfi

Skipulagsráð Akureyrar hefur samþykkt að gera 5 ára þjónustusamning við rekstraraðila Hopps Akureyri.

Lesa meira

Tungumálatalandi doktor sem fer á milli á tveimur jafnfljótum

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Romain Chuffart er Nansen prófessor í heimskautafræðum.

Lesa meira

Leikfélag Dalvíkurbyggðar – Fram og aftur

Leikfélag Dalvíkurbyggðar fær hrós í hástert fyrir metnaðarfulla og vandaða uppfærslu á verkinu Fram og aftur eftir bandaríska leikskáldið Sean Grennan. Leikritið, sem nú er sýnt í fyrsta sinn á Íslandi í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Gyðu Sigrúnardóttur, er bæði heillandi og hugljúf hugleiðing um tímann, ákvarðanir sem móta líf okkar, og þá sem við deilum þeim með.

Lesa meira

Sameiningaviðræður Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf

Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna.

Lesa meira

Á hvaða hátt gerir kennsla gæfumuninn í námi?

Háskólinn á Akureyri (HA) í samstarfi við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS), Akureyrarbæ og Kennarasamband Íslands (KÍ) bjóða til Ráðstefnu um gæði kennslu.

Lesa meira

Framkvæmdir við hringtorg hefjast í byrjun apríl

Skrifað hefur verið undir verksamning við fyrirtækið Nesbræður um gerð hringtorgs og göngu- og hjólastíga við Lónsá, á mótum Hörgársveitar og Akureyrarbæjar.

Lesa meira