Fréttir

Umferð hópferðabíla um Innbæinn til skoðunar

Umferð hópferðabíla um Innbæinn á Akureyri var til umræðu á fundi skipulagsráðs en á þeim fundi var lagt fram erindi frá Jóhanni Garðari Þorbjörnssyni um það efni.

Lesa meira

Gaza getur ekki beðið lengur - Kröfuganga til stuðnings Palestínu

Laugardaginn 22. mars nk. kl. 14 standa meðlimir í félaginu Ísland-Palestína fyrir kröfugöngu á Akureyri til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart ástandinu í Palestínu. Kröfugangan hefst við Akureyrarkirkju, gengið verður niður Gilið, inn Göngugötuna og að Ráðhústorgi, þar sem verður ræðuhald. 

Lesa meira

Tvær nýjar sýningar í Listasafni Akureyrar

Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Listasafni Akureyrar á laugardag, 22. mars kl. 15.Sýning Emilie Palle Holm, nefnist Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru,. Á opnun verður listamannaspjall með Emilie kl. 15.45 og leiðsögn með Helgu Páleyju kl. 16.15.

Lesa meira

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands skrifar á www.northiceland.is grein í dag um neikvæð áhrif  innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna á landsbyggðinni.

 

Lesa meira

Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá maí til loka september

Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá 1. maí til 30. september 2025.

Málið var tekið fyrir og afgreitt á fundi bæjarstjórnar 18. mars 2025 þar sem tillaga um breytingu á samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja var samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

Lesa meira

Bæjarstjórinn í heimsókn í Grímsey

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, heimsótti Grímsey ásamt starfsfólki sveitarfélagsins. Tilgangur heimsóknarinnar var að eiga samtal við íbúa eyjunnar og fara yfir málefni sem snúa að aðkomu heimamanna.

 

Lesa meira

MOTTUMARSDAGURINN er í dag

Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er lögð áhersla á tengingu lífsstíls og krabbameina.

Lesa meira

Norðurhjálp opnar við Óseyri á morgun

„Við erum mjög spenntar og hlökkum mikið til að opna dyrnar fyrir gestum og gangandi,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra sem standa að nytjamarkaði Norðurhjálpar. Markaðurinn verður opnaður á morgun á nýjum stað, Óseyri 18 og segir hún að starfsemi markaðarins rúmist þar ágætlega þó húsnæðið sé aðeins minna en áður var til umráða. Norðurhjálp opnar á morgun, föstudaginn 21. mars kl. 13.

 

Lesa meira

Ræktum fram­tíðina: Ungt fólk og mat­væla­fram­leiðsla

Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu. Með þessari hugmynd er komið til móts við ungt fólk sem vill hefja matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt.

Lesa meira

Viljum gera enn betur

SAk kemur vel út í stórri starfsumhverfiskönnun,  um er að ræða er viðamikila starfsumhverfiskönnun sem hefur það að markmiði að styrkja starfsumhverfi í opinberri þjónustu. 

 

Lesa meira