Fréttir

Mikið um að vera á matvælabraut VMA

Ekki eru mörg ár liðin frá því nemar í starfnámi við matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri þurftu að halda suður í Menntaskólann í Kópavogi til að ljúka námi sínu. Aukin eftirspurn frá bæði nemendum og atvinnulífinu hefur leitt til þess að VMA jók námsframboð sitt og  nemar geta nú lokið námi sínu í heimabyggð. Þjónustusvæðið er einkum Norður- og Austurland.

 

Lesa meira

16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum

Er ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga.

 

Lesa meira

Endurreisnartónleikar Hymnodiu og SCS í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag Uppfært tónleiknum hefur verið frestað um óákv tíma

Hymnodia, norræna endurreisnarhljómsveitin Scandinavian Cornetts and Sackbuts og Ágúst Ingi Ágústsson, stjórnandi Cantores Islandiae, flytja gullfallega ítalska, spænska og enska endurreisnartónlist á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 17.

Lesa meira

Frambjóðendur í Norðausturkjördæmi mætast í Hátíðarsal HA á morgun

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) standa fyrir pallborðsumræðum með frambjóðendum í Norðausturkjördæmi á morgun, föstudaginn 15. nóvember kl. 12:00 í Hátíðarsal HA. Einnig verður streymt frá viðburðinum á Vísi og YouTube-rás Háskólans á Akureyri fyrir þau sem hafa ekki tök á að mæta á staðinn.

Lesa meira

Bæjarráð vill aðflugsferla við Akureyrarflugvöll endurbætta hið fyrsta

 Segja má að Bæjarráð Akureyrar láti ÍSAVIA heyra það í samþykkt sem ráðið lét frá sér fara eftir fund ráðsins í dag. Óánægja bæjarráðs er vegna tafa við gerð nýrra aðflugsferla fyrir flug úr suðri að Akureyrarflugvelli. 

Lesa meira

Vegagerðin tekur kafla Hjalteyrarvegar af þjóðvegaskrá

Vegagerðin hefur tilkynnt Hörgársveit að breyting verði gerð á afmörkun Hjalteyrarvegar – 811 og verður hluti hans þar með felldur úr tölu þjóðvega og af vegaskrá. Allir vegir hér á landi eru skilgreindir eftir vegalögum.

Lesa meira

Matargjafir ganga í endurnýjun lífdaga fyrir jólin

„Þar sem að ég virðist ekki geta slitið mig frá Matargjöfum (held að við séum ein eining) þá hef ég ákveðið að halda áfram í breyttri mynd 11. jólin okkar saman,“ skrifar Sigrún Steinarsdóttir á facebook síðu Matargjafa á Akureyri og nágrenni. Hún opnaði fyrr í vikunni reikning Matargjafa og vonar að þeir sem áður lögðu henni lið með mánaðarlegu framlagi haldi því áfram, „því án ykkar er þetta ekki hægt.“

Lesa meira

Öruggari samgöngur í Fjallabyggð

Á undanförnum árum hefur Fjallabyggð staðið frammi fyrir krefjandi áskorunum tengdum veðurfari. Foktjón hefur orðið í óvæntum ofsaveðrum og úrkomumynstur virðist vera að breytast með tilheyrandi álagi á innviði. Endurteknir úrkomuviðburðir hafa leitt til flóða, nú síðast síðsumars þegar vatn flæddi inn í fjölmörg hús. Þá var Siglufjarðarvegi um Almenninga lokað í nokkra daga vegna skriðufalla og tjóns sem hlaust ef þessu mikla vatnsveðri og hættu á grjóthruni. Sprungur í veginum vegna viðvarandi jarðsigs opnuðust enn frekar. Þessi atburðarrás hefur undirstrikað mikilvægi þess að styrkja og bæta samgöngur inn í sveitafélagið, sem eru lífæð samfélagsins.

Lesa meira

Afleit veðurspá á morgun sýnum gát

Spáð er afar slæmu veðri seinnipart föstudagsins 15. nóvember. Óttast er að sambærilegar aðstæður gætu skapast á Akureyri og í september 2022, þegar sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar og olli miklu tjóni.

Lesa meira

Kvikmynd um Kröflu sigraði á Landkönnunarhátíð á Húsavík

Alls voru níu kvikmyndir sýndar á hátíðinni sem haldin var í 10. sinn

Lesa meira