Fréttir

Sigurjón Þórðarsson skipar fyrsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Sigurjón Þórðarsson varaþingmaður  Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mun leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. En eins og fram hefur komið hlaut  Jakob Frímann Magnússon sem leiddi flokkinn i þessu kjördæmi ekki náð fyrir augum uppstillingarnefndar

Lesa meira

Samherji hefur varið meira en 100% af hagnaði dótturfélaga til fjárfestinga í rekstri á undanförnum árum

Á síðustu fimm árum hafa Samherji Ísland og Samherji fiskeldi varið meira en eitt hundrað prósentum hagnaðar í fjárfestingar beint í rekstri félaganna, þ.e. í nýjum skipum, vinnsluhúsum og tækjabúnaði. Árið 2020, þegar Samherji vígði nýtt vinnsluhús á Dalvík, fór hlutfallið upp í 145%.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðar umbúðalaus stjórnmál..

„Þau útskýra fyrir okkur að það þurfi að byggja miklu meira af því að það streymi svo margt fólk til landsins, og svo er útskýrt að það þurfi að streyma fólk til landsins til að geta byggt meira. Hér er einhver keðjuverkun, það eru rökin, það þurfi að byggja, því það er svo mikil fjölgun, ekki fjölgun Íslendinga, heldur fjölgun þeirra sem koma.“

Lesa meira

Kynning á verkefninu Lausu skrúfunni tókst vel

„Lausa skrúfan fer formlega í sölu í febrúar, enda getur það verið erfiður mánuður fyrir þau sem glíma við andlegar áskoranir. Því er sérstaklega mikilvægt að huga að geðinu í myrkrinu og kuldanum sem fylgja vetrarmánuðunum.,“ segir Sonja Rún Sigríðardóttir verkefnastjóri Unghuga og kynningarmála hjá Grófinni geðrækt.

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson stefnir á 1. sæti hjá Viðreisn

Ingvar Þóroddsson tilkynnti um helgina að hann stefni á forystusæti fyrir Viðreisn í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Hann sé vel til þess fallinn að tryggja flokknum þingsæti í kjördæminu og tala máli kjósenda í landshlutanum.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri tekur þátt í verkefni um Letta á Íslandi

„Á venjulegum vordegi fyrsta árið mitt á Akureyri fékk ég skilaboð frá Letta á Facebook. Yfirleitt opna ég ekki skilaboð af þessu tagi nema ég eigi von á einhverju, en í þetta sinn gerði ég það. Þar stóð: „Hæ, Gundega! Ég er að skrifa um verkefni sem miðar að því að fræðast meira um Letta sem búa á Íslandi. Viltu segja frá lífi þínu á Íslandi?“ Svar mitt var að sjálfsögðu já. Nokkrum mánuðum síðar hittumst við á Akureyri og ég var tekin upp sem hluti af Nordplus verkefninu sem Háskólinn á Akureyri og Riga Stradins háskólinn í Lettlandi eru saman í,” segir Gundega Skela, rannsakandi og stúdent við skólann, um aðkomu hennar að verkefninu.

Lesa meira

Björn Mikaelsson hannaði og hnýtir bleiku fluguna

Björn Mikaelsson fyrrverandi lögreglumaður á Sauðárkróki og nú ákafur áhugamaður um fluguhnýtingar var ekki lengi að koma sér að verki þegar dóttir hans, Hrönn Arnheiður spurði hvort hann væri til í að hnýta bleika flugu. Hann hefur setið við í vinnuaðstöðu sem hann hefur komið sér upp í bílskúr við hús sitt og flugurnar hafa komið ef svo má segja á færibandi.  Björn hnýtir og Hrönn selur.

Lesa meira

Félagslegt húsnæði á Akureyri Biðlistinn helmingi styttri en fyrir ári

„Það er ánægjulegt að sjá þessi umskipti og mjög jákvætt,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs Akureyrarbæjar, en biðlisti eftir félagslegu íbúðarhúsnæði hefur ekki verið styttri um langt árabil. Nær helmingi færri eru á listanum nú en voru fyrir ári.

Lesa meira

Hættulegur förunautur.

Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Fyrir um ári síðan náði reiðin heljar tökum á hjörtum okkar vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Ástandið þar versnar enn, dag frá degi og nærir reiðina í brjóstum okkar. Heimsbyggðin öll stendur á öndinni ráðalaus. Við erum öskureið og örvæntingarfull.  Það eru heilbrigð og eðlileg viðbrögð. Verra væri ef okkur væri sama og ypptum bara öxlum. Reiðin er hins vegar afar hættulegur förunautur til lengdar.

Lesa meira

Níu í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi

Níu einstaklingar taka þátt í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Það hófst í dag og stendur til þriðjudags.

Frambjóðendum gafst í dag tækifæri að kynna sig á kosningafundi sem Píratar stóðu fyrir í Reykjavík eða með að senda inn myndband á þann fund. Fimm af níu frambjóðendum kjördæmisins nýttu þann valkost.

Fyrstur þeirra var Viktor Traustason, sem vakti athygli í vor er hann bauð sig fram til forseta Íslands. Viktor sagðist ekki sækjast eftir oddvitasætinu, hann hefði aðeins farið inn á vef Pírata og skráð sig í prófkjör. Viktor hefur að mestu búið á Austurlandi síðustu tvö ár og starfað þar í sláturhúsi og við fiskvinnslu.

Theodór Ingi Ólafsson býr í Reykjavík en er ættaður frá Akureyri. Hann starfar sem forstöðumaður í íbúðakjarna fyrir geðfatlaða. Hann býður sig fram í oddvitasætið.

Adda Steina er fyrrum tómstunda- og forvarnarfulltrúi Fljótsdalshéraðs. Hún sagðist taka hvaða sæti sem er en „tæki efsta sætinu fagnandi.“

Bjarni Arason, sem er lærður slökkviliðsmaður og ferðamálafræðingur á Grenivík og Aðalbjörn Jóhannsson úr Norðurþingi, háskólanemi sem starfað hefur í menntakerfinu, tóku ekki fram sérstök sæti en þeir kynntu sig á myndbandi.

Að auki eru í framboði Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði,

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, fyrrum varaþingmaður flokksins í kjördæminu,

Júlíus Blómkvist Friðriksson, sölumaður hjá Tölvuteki á Akureyri

Lena Sólborg Valgarðsdóttir, leikskólastjóri í Kópavogi.

Kosning í prófkjörinu hófst klukkan 16:00 og stendur í tvo sólarhringa. Það er bindandi fyrir fimm efstu sætin en kjörstjórn raðar í önnur sæti.

 

 

Lesa meira