Árangursríkt lestrarátak í Glerárskóla
Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir frá lestrarátaki sem nemendur Glerárskóla hafa sökkt í síðustu daga.
,,Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í tvær vikur og lesið var af kappi í skólanum og heima. Á hverjum degi átaksins var birt súlurit á göngum skólans sem sýndi hversu mikið hver bekkur var búinn að lesa. Á gangi skólans og í skólastofum voru niðurteljarar sem sýndu hversu langt var eftir af átakinu. Ýmislegt var gert til þess að auka stemninguna hjá nemendum og hvetja til lestrar.