Eftirspurn eftir lóðum fyrir frístundahús og íbúðir á Hjalteyri

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að hefja vinnu við fjölgun frístundalóða í landi þess á Hjalteyri og einnig að skoða uppbyggingu á tjaldsvæði. Fjallað var um fjölgun frístundalóða og tjaldsvæði á Hjalteyri á fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt var fyrir fáum árum að setja upp tjaldsvæði á túnum á brekkunni sunnan við íbúðabyggðina. Gert var ráð fyrir bílastæðum fyrir gesti, snyrtingum, grillhúsi og leiksvæði. Móta átti tjaldflatir eftir landhalla og afmarka þær með trjá- og runnagróðri til að skapa skjól á flötunum. Þá var einn byggingareitur ætluður fyrir allt að 7 smáhýsi á brekkubrúninni.

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri Hörgársveitar segir að nú þegar fyrir liggi að endurskoða deiliskipulagið sé alls ekki víst að farið verði eftir því sem samþykkt var fyrir 7 árum.

Eftirspurn eftir lóðum

Í deiliskipulaginu sem samþykkt var í skipulags – og umhverfisnefnd Hörgársveitar í febrúar árið 2018 voru einnig 8 lóðir norðan byggðarinnar fyrir frístundahús. Þeim hefur öllum verið úthlutað

Snorri segir að eftirspurn sé um þessar mundir eftir frístundalóðum á Hjalteyri. Hið sama má segja um byggingu íbúðarhúsa en undanfarin tvö ár hefur átta lóðum verið úthlutað undir íbúðarhús á Hjalteyri, en þó nokkrar eru enn til.

Nýjast