Fréttir

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur upp Galdrakarlinn í Oz

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Menningarhúsinu Hofi annað kvöld, föstudagskvöldið 14. mars. Fjöldi nemenda sem með einum eða örðum hætti tekur þátt í sýningunni er um 100 en nemendur skólans eru í allt um 550. Áhugi á leiklist er mikill í MA og í raun komust færri að en vildu.

 

Lesa meira

OFF - Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssson skrifaði í gærkvöldi færslu á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli. Vefurinn fékk góðfúslegt samþykki frá Þorvaldi til birtingar á skrifum þeim sem hér á eftir koma.

 

Lesa meira

Húsavíkurflug, áskorun til ráðherra.

Baráttuhópur fyrir Húsavíkurflugi (sem samanstendur af fulltrúum Norðurþings, Þingeyjarsveitar, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum, atvinnufyrirtækjum þ.m.t. ferðaþjónustunni, HSN í Þingeyjarsýslum, SSNE og Húsavíkurstofu) skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármálaráðherra að tryggja áfram fjármuni á fjárlögum til farþega- og sjúkraflugs um Húsavíkurflugvöll.

Við teljum mjög mikilvægt að haldið sé úti öflugum flugsamgöngum allt árið og að samlegðaráhrif geti verið með öðru innanlandsflugi á Íslandi, m.a. m.t.t. stærðar þeirra flugvéla sem nýttar eru í flugið.

Lesa meira

Framtíðardagar Háskólans á Akureyri Tengsl við atvinnulífið og næstu skref á vinnumarkaði

Háskólinn á Akureyri stendur fyrir Framtíðardögum fimmtudaginn 13. mars. Framtíðardagar gefa stúdentum einstakt tækifæri til að kynnast atvinnulífinu. Markmið dagskrárinnar er að veita stúdentum innsýn í störf fyrirtækja sem getur hjálpað þeim að átta sig á því hvað er í boði á vinnumarkaði og að taka næstu skref á starfsferli sínum. Viðburðurinn er öllum opinn en um er að ræða góðan vettvang fyrir einstaklinga sem eru að huga að næstu skrefum hvort sem það er varðandi nám eða í atvinnulífinu. Einnig eru Framtíðardagar góður vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna starfsemi sína.

 

Lesa meira

Tvær nýjar námsleiðir á meistarastigi við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri næsta haust.

Næsta haust verður boðið upp á tvær nýjar námsleiðir á meistarastigi við hjúkrunarfræðideild skólans. Leiðirnar sem um ræðir eru hjúkrun einstaklinga með hjartasjúkdóma og hjúkrun einstaklinga með sykursýki og hefur slíkt sérhæft meistaranám fyrir hjúkrunarfræðinga ekki verið áður á Íslandi.

 

Lesa meira

Fjár­mála­leikar grunn­skólanna – tekur þinn skóli þátt?

Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni.

Lesa meira

Vínbúð lokað í Hólabraut og önnur opnuð við Norðurtorg

Vínbúðinni sem starfað hefur verið Hólabraut á Akureyri var skellt í lás í lok dags á þriðjudag í s.l. viku. Vínbúð var opnuð á nýjum stað við Norðurtorg á miðvikudagsmorgun.

Lesa meira

Að komast frá mömmu og pabba

Að kaupa sína fyrstu fasteign er stórt og spennandi skref, en fyrir marga unga Íslendinga virðist það oft vera nánast ómögulegt verkefni. Hátt fasteignaverð, strangar lánareglur og síhækkandi daglegur kostnaður hafa gert það að verkum að mörg ungmenni eiga erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð án aðstoðar. En stjórnvöld hafa gripið til aðgerða til að auðvelda fyrstu kaupendum að komast inn á fasteignamarkaðinn. Með réttum úrræðum og stefnu sem miðast við raunveruleika fólks er hægt að brjóta niður þessar hindranir og tryggja að fleiri geti eignast sitt eigið heimili. Úrræðin nýtast okkur þó ekki ef við vitum ekki af þeim. Förum aðeins yfir þau úrræði sem standa okkur til boða í dag:

Lesa meira

Fríða Karlsdóttir sýnir á Listasafninu á Akureyri

„Það er mikill heiður og ánægja að sýna í Listasafninu á Akureyri. Safninu ber að hrósa fyrir stuðning sinn við ungt listafólk á síðustu árum. Þetta boð hefur verið mér mikill innblástur og hvatning til áframhaldandi starfa innan myndlistarinnar,“ segir Fríða Karlsdóttir en sýning hennar „Ekkert nema mýktin“ hefur staðið yfir á Listasafninu á Akureyri frá í haust. Henni lýkur um miðjan mars.

Lesa meira

Optimar og Slippurinn Akureyri efla samstarf sitt

Optimar og Slippurinn Akureyri styrkja tengsl sín með stefnumarkandi samstarfi til að auka samkeppnishæfni og efla stöðu sína bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Þessi samvinna mun skapa ný tækifæri fyrir bæði fyrirtækin og viðskiptavini þeirra.

Lesa meira