Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur upp Galdrakarlinn í Oz
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Menningarhúsinu Hofi annað kvöld, föstudagskvöldið 14. mars. Fjöldi nemenda sem með einum eða örðum hætti tekur þátt í sýningunni er um 100 en nemendur skólans eru í allt um 550. Áhugi á leiklist er mikill í MA og í raun komust færri að en vildu.