Vel gengur að reisa hótel við Hafnarstræti

Framkvæmdir ganga mjög vel við hótelbygginguna   Myndir TBG og  akureyri.is
Framkvæmdir ganga mjög vel við hótelbygginguna Myndir TBG og akureyri.is

Flutningaskipið FWN Performer kom um miðjan febrúar með hóteleiningar til uppbyggingar á Hótel Akureyrar við Hafnarstræti. Þeim var skipað upp á Tangabryggju og fluttar á byggingrastað.

Vel hefur gengið að reisa hótelið, en í fyrrasumar var samþykkt breytinga á deiliskipulagi miðbæjar vegna uppbyggingar hótelsins. Þær fólust m.a. í því að heimilt var að hækka byggingar við Hafnarstræti 73 og 75 – þ.e. nýbyggingu og núverandi byggingu sem verða 5 hæðir með risþaki.

 

 Ásýndarteikning af húsaröðinni Hafnarstræti 67-77.

Nýjast