Togarajaxlar vekja athygli hjá enskum.

Það er óhætt að fullyrða að heimsókn eldri togarajaxla til Hull og Grimsby hafi vakið verulega athygli á Englandi og ferðin heppnast mjög vel. ,,Strákunum okkar" var afar vel tekið og nutu þessarar ferðar fram í fingurgóma.
Borgarstjórinni Hull bauð hópnum til hádegisverðar, Samherji er með öfluga söluskrifstofu I Hull og þangað var okkar mönnum boðið ásamt þvi sem söfn heimsótt og síðutogari var skoðaður. BBC sagði frá þessari heimsókn í kvöldfréttatíma.
Fishing Heritage Centre Grimsby, heldur úti síðu á Facebook og þar var sagt frá heimsókn hópsins frá Íslandi
,,Hún var svo sannarlega skemmtileg heimsóknin sem við fengum í gær þegar meira en 40 íslenskir sjómenn heimsóttu safnið. Í hópnum eru eldri jaxlar á eftirlaunum og þeir færðu okkur að gjöf mynd af heimahöfn þeirra , Akureyri, höfuðstað Norðurlands.
Það var Bob Formby fyrrverandi skipstjóri frá Grimsby sem veitti þessari gjöf viðtöku tekið fyrir hönd safnsins.
Bob veiddi á Íslandsmiðum stóran hluta af starfsæfi sinnar sem spannaði yfir 50 ár. Hann tók svo að sér að leiðsegja íslenska hópinn um togaran Ross Tiger.
Það var ánægjulegt fyrir okkur að sjá hversu mikið gestirnir nutu safnsins okkar og dásamlegt að tengjast sameiginlegum böndum gegnum arfleifð okkar.
Góða ferð aftur til Íslands!”
Hópurinn snýri aftur til landsins í dag, eftir að hafa gert góðan túr.