Er þetta lausnin?

Myndir  Bergfestr/Kollgata
Myndir Bergfestr/Kollgata

Bergfesta byggingarfélag lagði fram hugmynd á heimasíðu fyrirtækisins sem vakið hefur athygli og segja sumir að þarna sé komin lausn á málum heilsugæslustöðvar sem fyrirhugað sé að byggja á Brekkunni.

Hugmynd þeirra félaga í Bergfestu gengur út á að reisa heilsugæslustöðina við Naustagötu 13 sem er sunnan og austan við hringtogið úr Naustahverfi yfir í Hagahverfi.

Á heimasíðu Bergfestis segir.: ,,Hugmynd okkar gengur út á að byggja verslunar- og þjónustukjarna í hjarta nýju byggðahluta Akureyrarbæjar, Naustahverfis og Hagahverfis. Í þeim hverfum hefur mikil og öflug uppbygging átt sér stað undanfarin ár en nærþjónusta hefur ekki fylgt þeirri uppbyggingu þannig að mikil vöntun er á verslunar- og þjónusturými í þessum bæjarhluta.”

Ennfremur segir í áðurnefndri færslu á heimasíðu Berfestis, ,,tillaga þessi gerir ráð fyrir að nýta landhalla lóðarinnar frá vestri til austurs til þess að byggja rúmlega 2000m² verslunar og þjónustuhæð, sem vegna landhallans verður frágrafin að fullu á austurhliðinni og að verulegu leyti á bæði norður og suðurhlið.

Ofan á þessa jarðhæð komi síðan tvær hæðir um 950m² að stærð þar sem yrði heilsugæslustarfsemi á tveimur hæðum. Innangengt yrði á norð-vesturhlið inn á 1. hæð heilsugæslunnar. Við bygginguna er einnig gert ráð fyrir yfir 100 bílastæðum” Eins og segir á heimasíðu fyrirtækisins www.bergfesta,is

Málið er á algjöru frumstigi en heimildir Vikublaðsins herma að viðbrögð hafi verið jákvæð.

Á þessari mynd má sjá fyrir  sér Naustagötu 13 úr lofti verði af framkvæmdum

Nýjast