Akureyri - Nýr sjóvarnargarður
Framkvæmdum er lokið við 350 metra langan varnargarð sem nær frá frystihúsi ÚA og suður að Tangabryggju
Skútaberg sá um verkefnið sem tók um tvo mánuði. Kostnaður nam um 28 milljónum króna og greiðir ríkið bróðurpart þeirrar upphæðar, en um er að ræða sjóvörn.
Vonast er til að með þessari framkvæmd megi koma í veg fyrir álíka atgang og varð í óveðri í september árið 2022 þegar sjór fór upp á land og ollu verulegu tjóni.
Sjórgangur olli mikli tjóni á Akureyri i september 2022
Aldrei er þó hægt að fullyrði að öll hætta sé úr sögunni, en líkur hafa minnkað við þennan nýja sjóvarnargarð