Fréttir

Húsavík - Draumur minn að rætast

,,Það er ótrúlega gaman að fylgjast með framkvæmdunum og óhætt að segja að hér sé draumur minn að rætast” sagði Aðalsteinn Baldursson kampakátur formaður Framsýnar á Húsavík þegar Vikublaðið heyrði í honum laust eftir hádegi í dag.

Lesa meira

Togari verður til

Í dag á 80 ára afmælisdegi Útgerðarfélags Akureyringa er ekki úr vegi að ,,stelast” til þess að sýna myndir frá smíði líkans af Harðbak EA 3 .

Lesa meira

Uppbygging hjúkrunarheimila á Íslandi – Hvað liggur fyrir?

Uppbygging hjúkrunarheimila hefur verið eitt brýnasta verkefnið í íslensku velferðarkerfi undanfarin ár. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar vex þörfin fyrir hjúkrunarrými hratt, en framkvæmdin hefur því miður reynst hæg. Framkvæmdaáætlun til ársins 2028 var lögð fram af fyrri ríkisstjórn með það að markmiði að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum, strax á þessu ári. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur tekið við vaknar spurningin hvort þau muni fylgja þeirri stefnu og tryggja framgang verkefnisins eða gera breytingar á fyrirkomulaginu.

Lesa meira

Skriðjökull til liðs við SúEllen, tónleikar á Græna hattinum í kvöld

Nú hefur norðanmaðurinn Jóhann Ingvason hljómborðsleikari Skriðjökla gengið í SúEllen frá Neskaupstað. Félagarnir eru með sína fyrstu heilu tónleika í 6 ár á Græna hattinum í kvöld, 14. mars.

 

Lesa meira

Útgerðarfélag Akureyringa 80 ára

Miðvikudagurinn 14. mars árið 1945 markaði þáttaskil í atvinnusögu Akureyrarbæjar. Þennan dag var boðað til fundar, tilgangur hans var að kanna áhuga á stofnun útgerðarfélags í bænum með það fyrir augum að sækja um skipakaup til Nýbyggingarráðs en umsóknafrestur um slík kaup var við það að renna út.

 

Lesa meira

Hús á leið til Húsavíkur

Það má með sanni segja að nokkuð óvenjulegur framur hafi átt leið um Akureyri  nú í morgunsárið,  þegar 12 veglegar flutningabifreiðar óku sem leið lá gegnum bæinn með húseiningar sem eru á leið til Húsavíkur.

 

Lesa meira

Vel heppnuð kynning á fjölbreyttum störfum í sjávarútvegi á Starfamessu 2025 13.03.2025

Hátt í eitt þúsund nemendur 9. og 10. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu auk nemenda í framhaldsskólum og Háskólanum á Akureyri sóttu Starfamessu 2025 sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í dag, fimmtudag.

Lesa meira

Nettó í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík

Samkaup hefur gert samning við KSK eignir ehf. um leigu á Vallholtsveg 8 á Húsavík. Gert er ráð fyrir afendingu rýmisins á 􀆡tímabilinu 2028 – 2030. Alls er um að ræða tæplega 1.400 fermetra rými miðsvæðis í bænum með ásættanlegt magn bílastæða og góðu aðgengi.

 

Lesa meira

Starfsfólk hjá HSN lendir fjölbreyttum verkefnum og sum ná alveg í hjartastað.

Á jólanótt var Ásgeir Örn Jónsson sérfræðingur í bráðalækningum á HSN, heilsugæslunni á Akureyri, á vakt þegar útkallsbeiðni barst sem þróaðist í yndislegt jólaævintýri.

Lesa meira

Lagt til að göngugatan á Akureyri verði lokuð fyrir umferð frá byrjun maí til loka september

Skipulagsráð tekur jákvætt í að göngugötunni á Akureyri verði lokað frá 1. maí til 30. september vegna slæms ástands yfirborðs götunnar og komu skemmtiferðaskipa á þessu tímabili.

 

Lesa meira