Stuðmenn og Gærurnar í Samkomuhúsinu á Húsavík
Píramus & Þispa frumsýnir söngleikinn Með allt á hreinu
Píramus & Þispa frumsýnir söngleikinn Með allt á hreinu
„Þetta er mikill léttir og mikil gleði að málið er nú í höfn,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins en hún skrifaði fyrr í dag undir samning um leigu á húsnæði á Akureyri. Samningurinn er til þriggja ára.
Ljóst er að kosið verður á milli minnst tveggja einstaklinga í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Valið verður á tvöföldu kjördæmisþingi á sunnudag.
Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Jens Garðar, hefur langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn, segir framboðið byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild,“ segir Jens Garðar. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar," segir hann.
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin. Í bókinni er, eins og nafn hennar gefur til kynna, rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina.
Þegar fyrst er farið af stað við að róta upp í minningum liðina ára, er ekki laust við að það rofi til og nætursvefn minn raskist. Ástæðan er sú ólga sem hugsanir um yfirbyggða æfinga- og keppnislaug veldur. Eins og áður hefur komið fram erum ég og Sundfélagið Óðinn á svipuðum aldri og 10 ára gekk ég til liðs við félagið
Óskum eftir að ráða blaðbera í Innbæinn fyrir Dagskrána, áhugasamir hafi samband við Gunnar í síma 860-6751.
Hverfið er laust strax.
Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
Það er alveg meiriháttar að fá þessa gjöf og kemur sér afar vel, segir Guðmundur Geirsson, kennari við rafiðndeild en Reykjafell afhenti deildinni sl. föstudag með formlegum hætti veglega gjöf í tilefni af 40 ára afmæli VMA. Um er að ræða ýmsar gerðir af stýriliðum og stýribúnaði sem kemur heldur betur að góðum notum í kennslu í stýringum í rafniðndeildinni.
Ný stjórn var kjörin á þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í fyrri viku. Ósk Helgadóttir, frá Framsýn, var kjörin nýr formaður til næstu tveggja ára. Með henni í stjórn eru Jóhannes Jakobsson, frá Byggiðn, sem er varaformaður stjórnar, og Vigdís Edda Guðbrandsdóttir, frá Samstöðu, sem er ritari stjórnar.