Fréttir

Stuðmenn og Gærurnar í Samkomuhúsinu á Húsavík

Píramus & Þispa frumsýnir söngleikinn Með allt á hreinu

Lesa meira

Húsnæði fundið fyrir Kvennaathvarfið- Mikill léttir

„Þetta er mikill léttir og mikil gleði að málið er nú í höfn,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins en hún skrifaði fyrr í dag undir samning um leigu á húsnæði á Akureyri. Samningurinn er til þriggja ára.

Lesa meira

Sjálfstæðismenn velja á framboðslista á tvöföldu kjördæmisþingi

Ljóst er að kosið verður á milli minnst tveggja einstaklinga í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Valið verður á tvöföldu kjördæmisþingi á sunnudag.

Lesa meira

Jens Garðar Helgason býður sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Jens Garðar, hefur langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn, segir framboðið byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild,“ segir Jens Garðar. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar," segir hann.

Lesa meira

Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin.  Í bókinni er, eins og nafn hennar gefur til kynna, rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. 

Lesa meira

Tíminn líður, trúðu mér 2

Þegar fyrst er farið af stað við að róta upp í minningum liðina ára, er ekki laust við að það rofi til og nætursvefn minn raskist. Ástæðan er sú ólga sem hugsanir um yfirbyggða æfinga- og keppnislaug veldur. Eins og áður hefur komið fram erum ég og Sundfélagið Óðinn á svipuðum aldri og 10 ára gekk ég til liðs við félagið

Lesa meira

Blaðberi óskast

Óskum eftir að ráða blaðbera í Innbæinn fyrir Dagskrána, áhugasamir hafi samband við Gunnar í síma 860-6751.

Hverfið er laust strax. 

Lesa meira

Framkvæmdir hafnar á Húsavík á vegum Bjargs

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. 

Lesa meira

Góð afmælisgjöf til VMA

Það er alveg meiriháttar að fá þessa gjöf og kemur sér afar vel, segir Guðmundur Geirsson, kennari við rafiðndeild en Reykjafell afhenti deildinni sl. föstudag með formlegum hætti veglega gjöf í tilefni af 40 ára afmæli VMA. Um er að ræða ýmsar gerðir af stýriliðum og stýribúnaði sem kemur heldur betur að góðum notum í kennslu í stýringum í rafniðndeildinni.

Lesa meira

Alþýðusamband Norðurlands Ósk nýr formaður

Ný stjórn var kjörin á þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í fyrri viku.  Ósk Helgadóttir, frá Framsýn, var kjörin nýr formaður til næstu tveggja ára. Með henni í stjórn eru Jóhannes Jakobsson, frá Byggiðn, sem er varaformaður stjórnar, og Vigdís Edda Guðbrandsdóttir, frá Samstöðu, sem er ritari stjórnar.

Lesa meira