Fréttir

Fimm hæða byggingar með bílageymslu á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin nær til reitsins VÞ13, sem liggur á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis, og felur í sér að svæðið verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum á hluta svæðisins. Heimilt verður að byggja fimm hæðir og bílgeymslu þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttri verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðum en búseta er heimil á efri hæðum.

 

Lesa meira

Gestir frá Færeyjum spila á Græna hattinum í kvöld

Danny & the Veetos hafa markað djúp spor í færeyskt tónlistarlíf með indí-popp melódíum sínum, undir etv smá þjóðlagatónlistar- áhrifum og með einlægum flutningi

Lesa meira

MA í úrslit Gettu betur

Menntaskólinn á Akureyri mun keppa um hljóðnemann eftirsótta í spurningakeppni framhaldsskólanna árið 2025. MA hafði betur gegn Fjölbrautaskólanum við Ármúla í kvöld, lokatölur 28-16. Úrslitaviðureignin fer fram fimmtudaginn 27. mars og mun okkar fólk mæta annað hvort Menntaskólanum í Reykjavík eða Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skólarnir tveir mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni eftir viku.

 

Lesa meira

Skólinn okkar, FSH

Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Lesa meira

KA og Þór framlengja samstarfssamning um Þór/KA til loka ársins 2026

Aðalstjórnir og stjórnir knattspyrnudeilda KA og Þór hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samstarfssamningi sínum um sameiginlegt meistaraflokkslið kvenna í knattspyrnu, Þór/KA, til loka tímabilsins 2026. Samhliða þeim samningi er gerður samningur um samstarf félaganna um rekstur 2. og 3. flokks kvenna sem gildir í sama tíma.

Lesa meira

Tillaga um að koma heilsugæslu fyrir við Kjarnagötu - Spennandi staðsetning sem hentar vel -segir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN

„Fljótt á litið er þetta spennandi staðsetning og gæti hentað okkur vel,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

 

Lesa meira

Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri Fjórðungur hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðunni

Um fjórðungur félaga í Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni, eða 25,1% svarenda í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir félagið. Sagt var frá niðurstöðum könnunarinnar á aðalfundi félagsins nýverið en greint er frá fundinum á vefsíðu þess.

Lesa meira

Stórtíðindi fyrir norðurslóðabæinn Akureyri

Um áramótin sameinaðist Stofnun Vilhjálms Stefánssonar (SVS), Háskólanum á Akureyri. Breytingin öðlaðist gildi 1. janúar 2025 en fyrir sameiningu hafði stofnunin heyrt undir Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið frá því hún var stofnuð árið 1998. Sameiningin er liður i að efla enn frekar áherslu HA og háskólasamfélagsins á norðurslóðarannsóknir.

Lesa meira

Úti er ævintýri / Ute er eventyr

Úti er ævintýri er verkefni unnið fyrir miðstig (5, 6 og 7 bekk) í öllum skólum á Íslandi og í Noregi. Verkefnið er unnið í tveimur löndum á sama tíma í íslensku námi og norsku námi

Lesa meira

Öskudagurinn tekinn með stæl í VMA

Eins og vera ber í höfuðstað öskudagsins á Íslandi - Akureyri - var dagurinn tekinn með stæl í VMA. Nokkrir kennarar og nemendur mættu uppáklæddir í skólann í tilefni dagsins.

 

Lesa meira