Ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra samþykkt

Við Goðafoss
Við Goðafoss

Ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra var samþykkt nýverið. Hún hefur þegar tekið gildi og  Ný gildir til loka árs 2029. Áætlunin er stefnumótandi og í henni hafa heimamenn sameinast um framtíðarsýn, markmið og verkefni.

Vinnan við nýja Sóknaráætlun hófst í desember 2023 og hafa á þessu ári sem áætlunin var í vinnslu yfir 400 manns komið að gerð hennar, en aðkoma ólíkra hópa tryggir okkur enn betri vinnu.

Árlega koma um 150 milljónir í gegnum farveg Sóknaráætlunar Norðurlands eystra til verkefna á svæðinu. Dæmi um verkefni sem hafa verið styrkt úr Sóknaráætlun eru Fiðringur – hæfileikakeppni unglinga, ungmennaþing SSNE, Líforkuver í Eyjafirði, Gull úr Grasi, samgöngu- og innviðastefna Norðurlands eystra og fjárfestingar á Norðurlandi eystra svo dæmi séu tekin.

„Ég bind miklar vonir við að Sóknaráætlunin skapi traustan grunn framfara í landshlutanum og sé þess megnug að færa okkur samstíga áfram veginn,“ segir segir Lára Halldóra Eiríksdóttir stjórnarformaður SSNE á vefsamtakanna.

Íbúar um 31 þúsund talsins í 10 sveitarfélögum

Starfssvæði Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) nær frá Siglufirði til Bakkafjarðar að undanskildum Tjörneshreppi. Heildaríbúafjöldi svæðisins er um 31 þúsund manns eða um 8,2% allra íbúa landsins. Sveitarfélögin eru 10 talsins, það fjölmennasta er Akureyri með hátt í 20 þúsund íbúa en það fámennasta, Grýtubakkahreppur, er með rétt rúmlega 400 íbúa. Frá árinu 2019 hefur íbúum með erlent ríkisfang fjölgað um rúmlega eitt þúsund og eru þeir nú um 10% af heildaríbúafjölda

 

Nýjast