100 ár liðin frá stofnfundi Akureyrardeildar Rauða krossins
„Við erum afskaplega stolt af deildinni okkar og þá sérstaklega hve margir sjálfboðaliðar starfa fyrir hana því þau verkefni sem við sinnum byggjast fyrst og fremst á sjálfboðaliðastarfi,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri Eyjafjarðardeildar Rauða krossins. 100 ára voru í gær liðin frá stofnfundi Akureyrardeildar Rauða krossins á Íslandi.