Okkar heimur vinnur að því að setja upp fjölskyldusmiðju á Akureyri

Sigríður Gísladóttir hjá Okkar heimi sem er góðgerðarfélag sem starfar í þágu barna sem eiga foreldr…
Sigríður Gísladóttir hjá Okkar heimi sem er góðgerðarfélag sem starfar í þágu barna sem eiga foreldra sem glíma við geðræn veikindi.

 Velferðarráð Akureyrar er tilbúið að styrkja verkefni sem góðagerðarsamtökin Okkar heimur hefur óskað eftir um 400 þúsund krónur með þeim fyrirvara að fyrir liggi að það sé að fullu fjármagnað og ljóst að það fari af stað eins og það er orðað í bókun Velferðarráðs.

Sigríður Gísladóttir og Elísabet Ýrr Steinarsdóttir frá Okkar heimi kynntu verkefnið fyrir ráðinu á dögunum.

Okkar heimur er góðgerðarfélag sem starfar í þágu barna sem eiga foreldra sem glíma við geðræn veikindi. Starfsemin fór af stað á höfuðborgarsvæðinu haustið 2021. „Starfið er fjölbreytt og miðað að því að bæta stöðu þessa hóps barna hér á landi,“ segir Sigríður. Okkar heimur rekur nú tvær fjölskyldusmiðjur á höfuðborgarsvæðinu, stuðningshóp fyrir ungmenni 13-17 ára, fræðslusíðu fyrir börn, skólaverkefni sem snýr að fræðslu innan grunnskóla ásamt því að vera í samstarfi við geðþjónustu Landspítalans.

Unnið að fjármögnun til eins árs til að byrja með

„Við ætlum okkur að setja upp fjölskyldusmiðju á Akureyri fyrir fjölskyldur þar sem foreldri glímir við geðræn veikindi. Það hefur verið unnið að þessu verkefni í dágóðan tíma og hafa þær Elín Karlsdóttir, sálfræðingur og Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, fjölskyldufræðingur haldið utan um verkefnið fyrir norðan. Á síðasta ári var stofnaður stýrihópur með aðilum frá Akureyri og nærliggjandi sveitarfélögum. Verkefnið er nú komið á það stig að verið að er að vinna að því að fjármagna það til eins árs og við höfum leitað til sveitarfélaga um verkefnastyrki ásamt því að sækja um styrki frá fleirum,“  segir Sigríður.  

Nýjast