Fréttir

Einn af hverjum tíu í hættu að þróa með sér kulnun í foreldrahlutverki

Eitt af hverjum tíu foreldrum sem tóku þátt í rannsókn Helgu Sifjar Pétursdóttir iðjuþjálfa eiga á hættu að þróa með sér eða vera að glíma við kulnun í foreldrahlutverki. Hægt er að vinna sig út úr því ástandi en það er engin ein leið sem hentar öllum þar sem aðstæður eru ólíkar milli fjölskyldna.

Lesa meira

Snjómokstur í fullum gangi

Töluvert hefur snjóað í bænum um helgina og þennan mánudagsmorguninn er víða illfært um íbúðagötur og stíga. Unnið er að snjómokstri og er mikill fjöldi tækja í notkun á vegum sveitarfélagsins og verktaka.

Lesa meira

Leigusamningi Norðurhjálpar sagt upp Hafa deilt út 26 milljónum til fólks sem þarf aðstoð

„Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra kvenna sem standa að Norðurhjálp, nytjamarkaði sem hefur verið til húsa við Dalsbraut á Akureyri. Ljóst er að rýma þarf markaðinn fyrir lok febrúarmánaðar næstkomandi en leigusamningi Norðurhjálpar hefur verið sagt upp.  Öll innkoma af markaðnum, ef frá er talin leiga fyrir húsnæði,  hefur farið í að rétta þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu aðstoð. Á liðnu ári veitti Norðurhjálp alls 26 milljónir króna til fólks á Norðurlandi.

Lesa meira

Töluverðar fjárfestingar hjá Höfnum Norðurþings

Á liðnu ári var lokið við framkvæmdir við Húsavíkurhöfn á nýrri flotbryggju fyrir hvalaskoðun, auk þess var sett upp tenderbryggja til að taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa.

Lesa meira

Vigdís og Súðavík

Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar.

 

Lesa meira

Alicja og Örn sundfólk Óðins 2024

Alicja Julia var stigahægt sundkvenna Óðins er hún hlaut 595 FINA stig fyrir 200 metra skriðsund í 25 metra laug á Íslandsmeistaramótinu sem fór fram í Hafnarfirði í nóvember. Tími Alicju Juliu var 2:11.14

Lesa meira

Skuggabani er kominn á kreik

Skuggabani er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Tonnataks sem hefur nokkuð jafnt og þétt komið út nýjum lögum á undanförnum árum og árið 2025 verður ekki skilið útundan

Lesa meira

Aukning í bókunum skemmtiferðaskipa til Norðurþings

-Varnarsigur segir forstöðumaður Húsavíkurstofu

Lesa meira

„Hér er allt morandi í hæfileikum“

Stórhuga ævintýramenn hjá Castor miðlun

Lesa meira

Ljóðastund með Arnari Jónssyni

Það jafnast ekkert á við fallegan flutning á góðu ljóði. Ljóðaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara ljóðastundir með leikaranum Arnari Jónssyni í stofu Davíðshúss laugardaginn 18. janúar kl. 17 og sunnudaginn 19. janúar kl. 14.

Lesa meira