Fréttir

Grýtubakkahreppur, Norðurþing og Þingeyjarsveit - Ekki innheimt gjald fyrir ávexti

Ekki verður innheimt gjald fyrir þjónustu mötuneytis Grenivíkurskóla við nemendur skólans fá og með haustinu 2024. Allur matur sem börnin fá í skólanum, morgunmatur, hádegisverður, ávextir eða annað er gjaldfrjáls. Áður var innheimt eitt gjald fyrir allan mat.

Lesa meira

Síðuskóli 40 ára

Eins og fram hefur komið var því fagnað í gær að þá voru 40 liðin frá þvi að Síðuskóli á Akureyri tók til starfa.  

Lesa meira

Áætlað að slátra um 88 þúsund fjár á Húsavík

Sláturtíð hófst hjá Kjarnafæði Norðlenska á Húsavík í fyrradag. Áætlað er að hún standi yfir til loka október, ljúki 31. þess mánaðar og á þeim tíma er gert ráð fyrir að slátra á bilinu 87.500 til 88.000 fjár.

Lesa meira

Ekkert ferðaveður á Mývatnsöræfum

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir á Facebooksíðu embættisins frá illviðri á Mývatnsöræfum og er færslan svohljóðandi:

,,Lögreglunni á Norðurlandi Eystra voru að berast upplýsingar um mjög slæmt verður á Mývatnsöræfum. Sandstormur og ofsarok. Malbik er að flettast af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði.

Ökumenn hafa leitað vars með bíla sína á aðeins skjólsælli stöðum. Lögreglumenn sem fóru um svæðið fyrir skammri stundu óskuðu þess að vegfarendur yrðu upplýstir með þessar aðstæður ef nokkur kostur væri.

Vegagerðin er einnig að setja inn viðvörun um hættulegar aðstæður á veginum vegna veðurs, á sinn vef í þessum töluðu orðum. Látið endilega vini og kunningja vita ef þið vitið af ferðum fólks þarna efra.

Bíðið af ykkur veðrið og fylgist með veðurspá og færð.” 

Lesa meira

Sólin skín og vindur blæs

Það er óhætt að segja sem svo að það blási ansi hressilega  hér i bæ enda hefur samkvæmt  mælum Veðurstofu Íslands vindhraðinn slegið í 27 metra hér í kviðum og þó aðeins hafi lægt s.l. klukkustundina eru enn 10 metrar á klst og  fer i 20 metra í kviðum.

Lesa meira

Hefur þú skoðun?

Hefur þú skoðun á breyttu aðalskipulagi fyrir svæðið í kringum Glerártorg og fyrirhugaðri skipulagningu íbúðalóða syðst í Naustahverfi (Naust III)?

Kíktu á tillögurnar og ræddu málin við starfsfólk skipulagsdeildar Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Uppbygging íbúðahúsnæðis í bænum - Búið að úthluta lóðum fyrir rúmlega 170 íbúðir

Rúmlega 400 íbúðir eru í byggingu á Akureyri um þessar mundir. Búið er að úthluta lóðum þar sem byggja má rúmlega 170 íbúðir. Þetta kemur fram í minnisblaði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Akureyri og hver staða mála var í ágúst 2024.

Lesa meira

Íbúum Akureyrar fjölgaði um nærri tvöhundruð á níu mánuðum

20,383 íbúar voru skráðir með lögheimili á Akureyri um síðustu mánaðamót, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Miðað við 1. desember á síðasta ári hefur íbúum bæjarins fjölgað um 183, sem er 0,9 prósenta fjölgun en landsmeðaltalið á ‏þessu tímabili er 1,7 prósent. 

Lesa meira

Allir sex skólameistararnir samankomnir

Sex hafa gegnt starfi skólameistara VMA í þau fjörutíu ár sem skólinn hefur starfað. Öll mættu þau í móttöku sem efnt var til fyrir fyrrverandi og núverandi starfsmenn VMA.

Lesa meira

Of mikill gróður getur verið hættulegur

Trjágróður er yfirleitt til mikillar prýði og ánægju fyrir okkur öll en ef hann vex út fyrir lóðarmörk þá geta hlotist af því óþægindi og jafnvel hætta fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur, auk þess sem það getur valdið tjóni á tækjum og bifreiðum.

Lesa meira