Fréttir

Ríflega 100 fleiri en í fyrra sækja um aðstoð fyrir jólin hjá Velferðarsjóði

Um 540 manns sóttu um aðstoð frá Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis nú fyrir jólin en lokað hefur verið fyrir úthlutun. Þetta er mun stærri hópur en sótti um aðstoð í fyrra en þá hafði samt orðið talsverð aukning á milli ára. 

Lesa meira

Veðurklúbbur Dalbæjar ,,Búumst ekki við miklum stormum í desember þar sem eftirminnilegir hestar í draumum voru frekar rólegir að þessu sinni"

Veðurklúbbur  Dalbæjar kom saman til fundar í gær 6 des. og í kjölfarið var send út  eftirfarandi tilkynning.

Veðurklúbbur Dalbæjar. 6. Desember. 2022.

Fundurinn að þessu sinni var fámennur enda skellt á án fyrirvara af óviðráðanlegum ástæðum.  Mættir voru. Haukur Haraldsson, Hörður Kristgeirsson, Kristján Loftur Jónsson og Bergur Þór Jónsson.

 

 

Lesa meira

Dagur sjúkrahússins á Glerártorgi á laugardaginn – Margt í boði og Hollvinasamtök SAk blása til stórsóknar

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins standa fyrir hátíð á Glerártorgi laugardaginn 10. desember nk. milli kl. 14:00 og 16:00. Slík hátíð á Glerártorgi hefur verið árviss viðburður en féll niður sl. tvö ár vegna COVID-faraldursins.

Lesa meira

Tímabundin skerðing á þjónustu hjá HSN Akureyri

Mikið álag er á HSN Akureyri vegna veikinda starfsfólks og gæti því reynst nauðsynlegt að forgangsraða erindum. Við biðlum til ykkar að sýna því skilning og tillitssemi.

Lesa meira

Spennandi lóð í boði

Akureyrarbær auglýsir  í dag byggingarrétt á Hlíðarbraut 4 (fyrir austan Ak-Inn) og óskar eftir umsóknum um lóðina  sem er tæplega 6.500m2 en þar má byggja 4-5 hæðir auk bílakjallara. Bygginingarmagn er 7.6872m2 ofanjarðar  og 2.562m2 neðanjarðar eins og segir i auglysingu.

Lesa meira

Opnun STÉTTARINNAR á föstudag

Föstudaginn 9. desember mun Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opna með formlegum hætti nýja aðstöðu þekkingarklasans á Hafnarstétt 1-3 á Húsavík

Lesa meira

Hjólið ekki lengur blautt og ískalt

Vel búin reiðhjólageymsla hefur verið tekin í notkun við fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri. Sambærileg reiðhjólageymsla er við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík, sem notið hefur vinsælda meðal starfsfólks. Með slíkum geymslum vilja félögin auðvelda starfsfólki að hjóla í vinnuna og stuðla um leið að umhverfisvænni samgöngum.

Lesa meira

SS Byggir vill byggja í Móahverfi

Meirihluti skipulagsráðs Akureyrar hefur samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við útfærslu útboðs- og úthlutunarskilmála fyrir Móahverfi með það að markmiði að hægt verði að auglýsa lóðir í fyrsta áfanga hverfisins í janúar næstkomandi.

Lesa meira

Samningaviðræður hafnar milli PCC og Framsýnar/Þingiðnar

Viðræður eru hafnar milli stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar vegna PCC á Bakka um endurnýjun á sérkjarasamningi aðila sem rann út í lok nóvember.

Lesa meira

Íþróttahöllin 40 ára

Á þessum degi fyrir 40 árum var Íþróttahöllin á Akureyri tekin í notkun. Íþróttahöllin hefur frá upphafi sinnt fjölbreyttri starfsemi, s.s. skólaíþróttum, íþróttaæfingum, kappleikjum, útskriftum, sýningum, veislum og öðrum viðburðum.

Lesa meira