6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Sá fjórði, Þvörusleikir!
Þvörusleiki þótt alls ekki ónýtt að sleikja þvörur og stalst inn í eldhús hvenær sem tækifæri gafst til þess að ná sér í slíka. Annars er þvara stöng með blaði sem notuð var til að hræra í pottum eins og sleif svo það sé sagt.
Líklega á Þvörusleikir svolítið undir högg að sækja, hann er ekki sérlega vinsæll á mannamótum eða man fólk til þess að hann hafi fengið að fara á jólaball með Gáttaþef, Kétkróki Kertasníki eða Stúf? Við erum algjörlega á móti mismunum, fögnum öllum jólasveinum hér á Vikublaðinu og segjum þvi vertu velkominn Þvörusleikir!
Jóhannes úr Kötlum kvað um hann
Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.