Fréttir

Hvar er húfan mín og vettlingar?

Það er hætt við að þessi upphrópun muni heyrast  víða á heimilinm hér norðanlands næstu viku eða kannksi vikur.  Eftir frábæran hlýinda kafla í nóvembr sem m.a færði Akureyringum meðalhita sem var 3.5 stigum yfir meðaltali og þriðja heitasta nóvembermánuði frá þvi mælingar hófust er tíðarfarið færast í eðlilegt horf. 

Frost er i kortunum svo langt sem menn sjá  og það mun snjóa samkvæmt verðurspám,  Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það og munum að það er ekkert til sem kalla má kalt veður bara illa klætt fólk.

Lesa meira

Sala aðventutrjáa í algleymingi

Sala aðventutrjáa Skógræktarfélags Eyfirðinga er nú í fullum gangi „Við skutlum þeim tilbúnum með ljósunum á  til viðskiptavina og sækjum aftur í janúar.,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri SE, en þessi þjónusta hefur verið í boði í mörg ár.

Lesa meira

Hrafnagilsskóli 50 ára

Öllu var tjaldað til á hátíðardagskrá sem efnt var til í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit vegna 50 ára afmælis skólans

Lesa meira

Framkvæmdir við nýja flugstöð á Akureyrarflugvelli Afhending á stáli í burðarvirkið tefst fram í mars á næsta ári

 

„Það er mjög leitt þegar seinkun er á öllum aðföngum en það gildir um allan heim, staðan er erfið. Það hillir þó undir þessa mikilvægu viðbót við Akureyrarflugvöll, segir Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla en ljóst er að tafir verða á framkvæmdum við byggingu nýrrar flugstöðvar. Stefnt er að því að hún verði opnuð vorið 2024.

Sigrún Björk segir ánægjulegt að verkefni við nýtt flughlað gangi vel. Verið er að leggja lagnir fyrir ljós og frárennsli um þessar mundir. „Milda vetrarveðrið hefur auðveldað verkefnið þannig að því miðar vel áfram,“ segir hún. „Við munum bjóða út malbikið á hlaðinu  núna í kringum áramótin og það verður lokahnykkurinn á framkvæmdinni næsta sumar.“

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit Ríflega helmingur íbúa sækja vinnu á Akureyri

Íbúar á Norðurlandi Eystra sækja margir hverjir atvinnu í öðru bæjarfélagi en því sem þeir búa í.

Lesa meira

Skiptinám eykur víðsýni

„Mér hefði aldrei dottið í hug að það væri í boði að fara með alla fjölskylduna með í skiptinám”

Lesa meira

„Það má segja að nánast allt hafi gengið upp í ár“

Hafdís Sigurðardóttir úr Hjólreiðafélagi Akureyrar var valin hjólreiðakona ársins af Hjólreiðasambandi Íslands í október, en hún varð einnig Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og tímaþraut í sumar. Hún er gift tveggja barna móðir, menntaður íþróttafræðingur með meistaragráðu í menntunarfræðum og viðbótargráðu í lýðheilsuvísindum. Meðfram fullri vinnu og fjölskyldulífi skarar hún fram úr í sinni íþrótt og stefnir enn lengra.

Lesa meira

Níu verkefni kláruðu Vaxtarrými Norðanáttar

Níu nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að.

Lesa meira

Mannekla kemur niður á almennri löggæslu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er kveðið á um að mönnun löggæslu á Íslandi þurfi að vera í takt við þarfir samfélagsins. Því þurfi að gera tímabundið átak með það að markmiði að fjölga í lögreglunámi á háskólastigi og tryggja þannig aukið öryggi og fagmennsku innan lögreglunnar. Með fjölgun menntaðra lögreglumanna er unnt að bæta þjónustu, stytta rannsóknartíma og auka gæði lögreglustarfa.

Lesa meira

Ljósaganga gegn ofbeldi gengin i gær.

Ljósaganga gegn ofbeldi var farin í gær, 1. desember í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var með logandi kyndla frá Zontahúsinu á Akureyri að Bjarmahlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Lesa meira