Fréttir

Ekkert plan og reksturinn ó­sjálf­bær

Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum.

Lesa meira

Vegagerðin óskar tilboða í rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars

„Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey og á öryggi íbúanna,“ segir í bókun bæjarráðs Akureyrar. Þar er bæjarráð að taka undir með hverfisráði Hríseyjar varðandi nýtt útboð á rekstri Hríseyjarferjunnar Sævars en í því áskilur Vegagerðin sér rétt til að fjölga/fækka ferðum um plús mínus 20%  á samningstímanum sem er til ársins 2025.

Lesa meira

Dagatalskerti 2022 frá Studio Vast

Studio Vast er lítil skapandi hönnunarstofa á Akureyri sem á hverju ári hannar og framleiðir jólavörur sem margir þekkja orðið víðsvegar um land.  Þetta er fimmta árið í röð sem Vaiva grafískur hönnuður og eigandi Studio Vast kynnir dagatalskertið ,,24 dagar til jóla". Eins og áður eru kertin framleidd í takmörkuðu upplagi sem gerir þau einstök.  Það er hefð hjá mörgum að kveikja á dagatalskerti 1, desember og njóta þeirra fram að jólum.

Lesa meira

Vímuefnaneytendur eiga erfitt með að fá íbúðir á almennum markaði

„Neysla vímuefna er orðin harðari á Akureyri sem gerir það að verkum að fleiri eiga í erfiðleikum með að fá íbúðir í almennum fjölbýlishúsum og er það hópurinn sem kallar á helstu áskoranirnar og er í mestri hættu á að verða heimilislaus,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs. Kynning var á stöðu heimilislausra á Akureyri í október 2022 á síðasta fundi ráðsins.

Lesa meira

Leitin að bæjarjólatrénu hafin

Líkt og áður er íbúum Húsavíkur boðið að taka þátt í valinu  

Lesa meira

Tæplega 1000 skólabörn sáu drauginn Reyra

Draugurinn Reyri stóð heldur betur í ströngu í Hofi í vikunni. 

Lesa meira

Ásrún Ýr ráðin verkefnastýra Áfram Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir var ráðin verkefnisstýra Áfram Hrísey.  Hefur hún meðal annars byggt upp nýja samfélagsmiðla fyrir Hrísey og samtengt þá við hrisey.is 

Lesa meira

Eiður Stefánsson, formaður FVSA með ákall til bæjarstjórnar Akureyrar

Eiður Stefánsson formaður FVSA sendi nú eftir hádegið frá sér ákall til bæjarstjórnar Akureyrar vegna vinnu  við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið  2023.

Ákall til bæjarfulltrúa um hófsemi!

Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur.

 

Lesa meira

Íslenskukunnáttan nauðsynleg

Á heimasíðu Samherja er að finna viðtal við Bethsaidu Rún Arnarson  en hún flutti til landsins fyrir tæpum 30 árum.  Bethsaida vissi litið um fiskvinnslu en sótti um hjá ÚA og hefur  starfað hjá fyrirtækinu að mestu þennan tíma og kann vel við sig  eins og lesa má í viðtali sem Karl Eskil tók við Bethsaid.

Lesa meira

Ný verslun Krónunar opnar 1 des. n.k.

Nú styttist í opnum nýrrar 2000 fermetra  verslunar  Krónunnar við Hvannavelli á Akureyri en fyrirhugað er að opnað verði þann 1 des n.k.   Bjarki Kristjánsson verslunarstjóri segir að kassakerfi  búðarinnar sé uppsett og tilbúið eins sé með rekka og innréttingar.   Unnið er að uppsetningu og tenginu kæla og frystitækja en það sé mikið verk. 

Lesa meira