Fréttir

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í síðari áfanga leikskólaviðbyggingar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í síðari áfanga leikskólaviðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða byggingu leikskóla, ofan botnplötu sem var í fyrsta áfanga, bæði reisingu burðarvirkis og lokafrágang.

Lesa meira

Hrafnagilsstræti LOKAÐ við Mýrarveg

Vegna vinnu við dreifikerfi Norðurorku er Hrafnagilsstræti LOKAÐ við Mýrarveg (sjá mynd) í dag, miðvikudaginn 4. janúar, á meðan vinna stendur yfir þar. Hægt er að aka upp Hrafnagilsstrætið frá Byggðavegi ef nauðsyn krefur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lesa meira

Fyrsta skref barnanna okkar er stafrænt fótspor

Börn eru ótrúlega frábær! Á því leikur engin vafi.

 Þau geta verið svo sæt, klár og sniðug að við erum bókstaflega við það að springa úr stolti.

Á slíkum stundum færist yfir okkur foreldra sú löngun að vilja fanga augnablikið og deila því með öðrum. Til að sýna hversu vel okkur tókst til að færa þennan magnaða einstakling í heiminn. Þá náum við í símann og tökum eins og eina mynd eða fimmtán.

 Stundum eru börn alveg óborganleg með sína svipi, skapsveiflur og prakkarastrik.

Stundum eru þau svo bráðfyndin að við veltumst um úr hlátri.

Stundum eru þau alveg æðislega gott efni fyrir samfélagsmiðilinn okkar.

Lesa meira

Fyrsta barnið á Akureyri, drengur fæddur 2. janúar

Fyrsta barnið sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri fæddist 02.janúar kl 18.08 og var drengur, 3144 gr að þyngd. Foreldrarnir eru Jóndís Inga Hinriksdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson.

Lesa meira

Sveinn Margeir framlengir við KA út 2025

Sveinn er 21 árs gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki í meistaraflokksliði KA frá komu sinni í félagið árið 2019. Á nýliðnu tímabili steig hann enn stærra skref og var í algjöru lykilhlutverki er KA endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og fór í undanúrslit Mjólkurbikarsins

Lesa meira

Ása Gísladóttir fagnar 50 ára starfsafmæli

Ása er fædd á Húsavík 13. febrúar 1953 en ólst að mestu leyti upp í Skagafirði og bjó þar alla sína skólagöngu. Hún flutti aftur til Húsavíkur árið 1970 og hefur búið hér alla tíð síðan.

Lesa meira

Héraðsskjalasafnið á Akureyri aðstoðar gesti með allt milli himins og jarðar eða svo gott sem

Í upphafi nýs árs er venjan að taka stöðuna, líta yfir farinn veg og taka saman tölur nýliðins árs. Á opinberu skjalasafni eins og safninu okkar hér á Akureyri er ekki nema lítill hluti af starfinu sem hægt er bera á borð í formi tölfræði. Við höfum t.d. aldrei lagt í það að taka tímann á því hve langan tíma tekur að afgreiða fyrirspurn um lesgreiningu; finna eigendasögu heiðarbýlis; aðstoða gestinn sem langar að vita meira um ömmu sína; leiðbeina ritaranum í skólanum um vinnubrögð í skjalavörslu; lesa yfir skjalavistunaráætlanir og málalykla o.s.frv. Það stendur vonandi til bóta hjá okkur.

Lesa meira

Götuhornið

Á götuhorninu var verið að ræða ófærð og ítrekaðar lokanir á Reykjanesbraut með tilheyrandi óþægindum fyrir ferðafólk svo ekki sé talað um tap ferðaþjónustunar sem hefur borið sig frekar dauflega  vegna þessarar ótíðar.

Lesa meira

Flugfélagið Mýflug ásamt öðrum fjárfesti kaupir stóran hlut í Flugfélaginu Erni

Flugfélagið Mýflug hefur ásamt öðrum fjárfesti keypt stóran hlut í flugfélaginu Erni. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir að með sölunni sé verið að styrkja félögin til lengri tíma. Hann segir að með sölunni sé verið að opna fyrirtækið fyrir almennum hluthöfum. Að sögn Harðar hefur salan ekkert með slæmt gengi í rekstrinum að gera.

Lesa meira

Sérhefti Nordicum-Mediterraneum er komið út

Birgir Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, er gestaritstjóri

Lesa meira