Birkir Blær með tónleika á Græna hattinum
Tónlistarmaðurinn Birkir Blær heldur tónleika á Græna hattinum fimmtudaginn 29. desember kl. 21.00
Birkir býr í Stokkhólmi þar sem hann starfar sem tónlistarmaður. Hann er að vinna að útgáfu plötu og er einnig að koma fram við ýmis tækifæri.
Birkir vakti gríðarlega athygli í Svíþjóð þegar hann tók þátt í Idol söngkeppninni þar í landi. Hann sigraði í keppninni og hefur verið á samningi hjá Universal útgáfunni síðan. Hann hefur komið fram með afar þekktum tónlistarmönnum í Svíþjóð og lagahöfundar sem hafa unnið fyrir marga af þekkstu tónlistarmönnum heimsins hafa lýst áhuga á að vinna með honum.
Birkir fann fyrir mjög miklum stuðningi að heiman á meðan Idol-keppninni stóð og hann hlakkar mikið til að koma heim og þakka fyrir stuðninginn með því að spila á Græna hattinum.
Birkir hefur oftast komið einn fram hér á Íslandi en núna setti hann saman hljómsveit og verður efnisskráin afar fjölbreytt. Flutt verður mjög kraftmikil soul, rokk og blústónlist, m.a. sem Birkir flutti í Idol-keppninni, en einnig ballöður og R&B tónlist.
Eldri tónlist Birkis verður flutt í nýjum útgáfum og svo verða frumflutt lög af væntanlegri plötu hans
Hljómsveit Birkis Blæs skipa: Trommur: Emil Þorri Emilsson Bassi: Tómas Leó Halldórsson Hljómborð: Eyþór Ingi Jónsson
Húsið opnar kl.20.00
Forsalan er á grænihatturinn.is