Fullkomnaðu jólin með innblæstri frá Kaupmannahöfn

Fallegasti tími ársins er genginn í garð, enn eina ferðina. Alltaf er maður jafn hissa yfir því hvað tíminn þýtur áfram. jólin komin enn á ný og brátt liðin. Nú er tíminn til þess að kveikja á kertum í skammdegismyrkrinu, lýsa upp bæina okkar með jólaljósum og birgja sig upp á jólakræsingum. Að gefnu tilefni er því tilvalið að sækja innblástur frá Dönum, en þeir eru víða þekktir fyrir huggulegheit yfir hátíðarnar, eða „julehygge“ eins og þeir kalla það.

Innlit á danskt heimili sem veitir innblástur af jólaskreytingum

innblásru

Danir hafa skreytingarnar fáar en vel valdar. Skreytingarnar eru oftar en ekki úr efnum og litum sem auðvelt er að sækja úr náttúrunni, eins og greni, köngla og berjagreinar svo að eitthvað sé nefnt. Hér á síðunni má sjá mynd af berjagrein sem sótt var úr náttúrunni og skellt í vasa.

Skreytingarnar þurfa ekki að kosta mikið, jafnvel ekki neitt. Þegar jólaskreytingar eru „minimalískar“ fá þær frekar að njóta sín þar sem einfaldleikinn skín í gegn. Það er tilvalið að skapa huggulega samverustund með fjölskyldunni og fara út í náttúruna að leita að jólaskreytinum, en þar er hægt að tína köngla, safna saman fallegum greinum, tína upp fallið greni til þess að útbúa aðventukrans og hvað eina sem manni dettur í hug.

Hnotubrjóturinn er alltaf jafn hátíðlegur og það er fátt sem einkennir jólin eins og hann gerir. Hnotubrjóturinn er sagður boða gæfu og vernda heimilið, því er hann er ekki bara fallegur til skreytingar heldur er boðskapur hans einnig fallegur.

Jólamarkaðir í Kaupmannahöfn engu líkir

Danir fara alla leið þegar kemur að því að setja upp jólamarkaði, en þeir setja markaðina upp í lok nóvember. Markaðirnir gera borgina einstaklega jólalega og lýsa upp skammdegismyrkrið.

Danir eru duglegir að kíkja á jólamarkaðina fram að jólum, en þar er hægt að fá sér ýmsar kræsingar eins og smákökur, konfekt, eplaskífur og jólaglögg. Metnaðurinn sem Danir leggja í jólamarkaðina er til fyrirmyndar, enda spila þeir stóran þátt í því hve huggulegt það er í Kaupmannahöfn yfir hátíðirnar. 

EKG

Nýjast