Inga María Ellertsdóttir skipulagði áskorunina Á Pólinn fyrir jólin-Hreyfing og líkamsrækt mitt geðlyf í mörg ár
„Hreyfing og líkamsrækt hefur verið mitt geðlyf í mörg ár og þó að hvorugt sé lækning né 100% forvörn hefur hreyfingin hjálpað mér gríðarlega mikið,“ segir Inga María Ellertsdóttir forsprakki átaksins Á Pólinn fyrir jólin og stendur yfir um þessar mundir hjá Grófinni geðrækt á Akureyri. Þessi hreyfiáskorun felst í því að þátttakendur skrá niður þá vegalengd sem þeir fara, gangandi, hjólandi, á skíðum, í sundi eða hvernig svo sem þeir fara. „Og saman ætlum við að ferðast þá vegalengd sem samsvarar leiðinni frá Jólahúsinu í Eyjafjarðarsveit að Norður-Pólnum,“ segir hún. Þátttakendur hafa nú lokið þremur fjórða hluta leiðarinnar, en í heild er leiðin 2618 kílómetrar. Þátttakendur eru þeir sem stunda eða hafa stundað Grófina eða starfa þar.