Sprenging í útgreiðslum úr Sjúkrasjóði Framsýnar
– 93 milljónir til félagsmanna
Árið 2019 hófst verkefni Mílu við að ljósleiðaravæða heimili og fyrirtæki á Húsavík
Það er Könnunarsafnið á Húsavík sem veitir verðlaunin ár hvert, en þetta er í sjötta sinn sem þau eru afhent fyrir afrek í landkönnun og vísindastarfi.
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í gær, 29. desember. Miklar umræður urðu um kjaramál og útgerðarmönnum ekki vandaðar kveðjurnar.
Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00
Í gær skrifuðu Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri f.h. Norðurþings og Birgir Mikaelsson, formaður f.h. Björgunarsveitarinnar Garðars undir samkomulag vegna kaupa á nýjum björgunarbát fyrir sveitina
Birkir Blær verður á sviðinu á Græna hattinum í kvöld ásamt valinkunum köppum, Vikublaðið sló á ,,þráðinn“ til kappans og forvitnaðist um það sem í boði verður i kvöld
Tónleikar á Græna í kvöld hvað ætlar þú að bjóða okkur uppá? Efnisskráin er mjög fjölbreytt og það verður flutt kraftmikil soul, rokk og blústónlist, m.a. sem ég flutti í Idol-keppninni, en einnig ballöður og R&B tónlist. Gömlu lögin mín verða flutt í nýjum útgáfum og svo verður eitt óútgefið lag frumflutt líka.
Karen Mist Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka. Starfið er nýtt hjá Norðurþingi og Eimi og mun Karen hafa það hlutverk með höndum að leiða vinnu við uppbyggingu starfseminnar í anda nýsköpunar, loftlagsmála og orkuskipta.
„Ég á ekki von á að markaðurinn nái jafnvægi fyrr en að meira kemur af nýbyggingum kemur á markaðinn,“ segir Björn Guðmundsson fasteignasali hjá Fasteignasölunni Byggð á Akureyri, en heldur hægði á fasteignamarkaði nú árið 2022 miðað við það sem var árið 2021.
Hollenskt félag Baldvins Þorsteinssonar hefur gert samkomulag um kaup á eignum hollenska félagsins Öldu Seafood og þar með erlendri starfsemi Samherja Holding. Baldvin hefur verið forstjóri Öldu Seafood undanfarin ár.
Innlend og erlend starfsemi Samherja hf. var aðskilin í tvö sjálfstæð félög, Samherja og Samherja Holding árið 2018. Í framhaldi af því var dótturfélagi Samherja Holding, Öldu Seafood , með höfuðstöðvar í Hollandi, falinn rekstur starfseminnar sem tengist sjávarútvegi í Evrópu og Norður Ameríku. Eignarhaldið hélst óbreytt. Nú hefur verið gengið frá samkomulagi um sölu eigna Öldu Seafood til annars hollensks félags undir stjórn og í meirihlutaeigu Baldvins Þorsteinssonar. Mun hið nýja félag hér eftir fara með eignarhluti Öldu Seafood í sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópu og Norður-Ameríku.