Fullt út úr dyrum fyrstu helgina
Nýr veitingastaður opnaður á Húsavík
Adrià Medina Altarriba er ungur og efnilegur lögfræðingur frá litla sveitaþorpinu Gurb í Pýreneafjöllum Katalóníu, nálægt borginni Vic. Hann hefur lokið BA-gráðu í lögfræði með aukagrein í þjóða- og evrópurétti, BA-gráðu í alþjóðasamskiptum og meistaragráðu í lögfræði frá Sjálfstæða háskólanum í Barcelona. Nú er hann á síðasta ári í meistaranámi í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri.
„Ég ákvað 14 ára að verða sálfræðingur,“ segir Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir sem tók við stöðu yfirsálfræðings hjá Heilsu-og sálfræðiþjónustunni á Akureyri um áramót. Man ekki alveg nákvæmlega af hverju hún var svona staðráðin í því en er ánægð með þessa þrjósku í dag og hafa haldið ákvörðuninni til streitu.Hún er Akureyringur að upplagi, flutti heim á ný þegar henni bauðst að taka við stöðunni. Flutningur norður hafði verið á döfinni um skeið en ekki af honum orðið. Það sem ef til vill gerði útslagið var að yngsti sonur hennar, Víðir Jökull skrifaði undir samning við knattspyrnudeild Þórs þar sem hann er nú markmaður
Fjólubláum bekk sem ætlað er að vekja athygli á Alzheimer-sjúkdómnum og stuðla að umræðu um heilabilun hefur verið komið fyrir við göngustíginn meðfram Drottningarbrautinni, nokkru norðan við aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva.
Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli á dögunum.
Njáll Trausti Friðbertsson (D) hefur óskað þess í erindi til Guðmundar Inga Kristinssonar (V) formanns velferðarnefndar alþingis að nefndin komi saman til fundar hið fyrsta til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem blasir við í tengslum við lokun á lendingar á flugbraut 13/31 á Reykjavíkurflugvelli. Lendingarbannið tekur að öllu óbreyttu gildi á miðnætti í kvöld.
Framsýn stéttarfélag hefur tekið til umfjöllunar hugmyndir Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri um sameiningu stéttarfélaga á Norðurlandi í eitt 18 þúsund manna stéttarfélag. Hugmyndirnar eru settar fram í bréfi til aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands í nóvember í fyrra. Framsýn hefur fjallað ítarlega um erindið á fundum í félaginu.
Í tilefni af vitundarvakningu Krafts verður boðið uppá pop-up prjónaviðburð í Amtbókasafninu á morgun laugardag milli kl 11 og 13.
Fyrir áramót kom út bókin Generative Artificial Intelligence in Higher Education á vegum Libri Publishing Ltd. Bókin fjallar um skapandi gervigreind í háskólasamfélaginu. Bókinni er ætlað að styðja starfsfólk háskóla við innleiðingu gervigreindar á ýmsum sviðum. Töluverðar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu um notkun gervigreindar, ýmsar siðferðilegar áskoranir og heiðarleika í vinnu, námi, rannsóknum og kennslu. Með tilkomu nýrrar tækni er mikilvægt að skoða hvaða hlutverk og hvaða möguleika notkun gervigreindar getur fært okkur.