Ný flokkunarstöð rís á Akureyri
Súlur Stálgrindarhús ehf. hafa nýverið gert verksamning við Íslenska Gámafélagið ehf. um byggingu nýrrar flokkunarstöðvar við Ægisnes á Akureyri. Um er að ræða stálgrindarhús, alls 1.350 fermetrar að flatarmáli, með vegghæð upp á 9,7 metra. Byggingin mun hýsa flokkunaraðstöðu sem mun gegna lykilhlutverki í meðhöndlun úrgangs á svæðinu.
Gert er ráð fyrir að uppsetning hefjist síðsumars um leið og byggingarefni berst á verkstað, og áætlað er að framkvæmdirnar taki um átta til tíu vikur frá þeim tímapunkti. Þessi nýja flokkunarstöð er hluti af víðtækari áætlun Íslenska Gámafélagsins um uppbyggingu og endurbætur á innviðum sínum á landsvísu, með sérstakri áherslu á umhverfisvæna úrgangsmeðhöndlun og bætt þjónustu við íbúa og fyrirtæki.
Frá þessu segir á sulurehf.is