Fréttir

Nýtt Sportveiðiblað komið út

Út er komið 2 tbl 42 árgangs af Sportveiðiblaðinu,  meðal efnis er viðtal við Jón Þorstein Jónsson sem  segir líflegar sögur  af ferð í Svalbarðsá í Þistilfirði þá frægu stórfiska á svo dæmi sé tekið en annars eru sögurnar  margar og góðar hjá honum. 

Lesa meira

Kennarar við Lundarskóla boða til verkfalls

Það stefnir í verkfall kennara við Lund­ar­skóla á Ak­ur­eyri á miðnætti 29 október hafi ekki náðst samkomulag milli Kennarasambands Íslands  og Samtaka íslenskra sveitarfélaga fyrir þann tíma.

Lesa meira

Götuganga Akureyrar fer fram á laugardaginn

Götuganga Akureyrar verður haldin laugardaginn 12. október kl. 13. Þetta er í annað sinn sem gangan er haldin og í ár er hún opin fyrir alla aldurshópa.

Lesa meira

Norðlensk hönnun og handverk i Hlíðarbæ um komandi helgi

Glæsileg sölusýning með vönduðum vörum úr héraði, milliliðalaust úr höndum hönnuða, handverksfólks og sælkerameistara verður í Hlíðarbæ í Hörgársveit um helgina. Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og fagurkeri sem stendur fyrir sýningunni sem er vegleg.

Lesa meira

Ert þú með lausa skrúfu?

Oft er grínast með það að fólk sem glímir við andleg veikindi séu með lausa skrúfu, jafnvel fleiri en eina. Hugmyndin að nafni á vitundarvakningu til að auka meðvitund okkar allra um að gæta vel að andlegri heilsu, efla forvarnir og minnka fordóma gagnvart andlegum veikindum, er einmitt sótt í þetta saklausa grín. Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. Því er ætlað að bæta samfélagslega vitund okkar allra um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu, hlúa að og rækta sem forvörn. Einnig að hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.

Lesa meira

Munnleg þjálfun í tungumálakennslu

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Ertu með lausa skrúfu?

Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. 

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar - Framkvæmdir í fullum gangi

Miklar framkvæmdir hafa verið í byggingu nýrrar inniaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar, síðastliðinn vetur var kjallari byggður en smá hlé var gert yfir sumarmánuðina vegna hita og svo var aftur hafist handa í ágústmánuði við reisingu stálgrindar. Stálgrindin reis hratt og ekki hægði á þegar yleiningarnar fóru hver af annarri að hlaðast upp. Nú í dag þegar þetta er skrifað er búið að loka húsinu með yleiningum og flestir gluggar komnir í einnig. Fyrr í vikunni var svo hafist handa við millibygginguna sem tengir golfskálann við nýju bygginguna.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri hjartar samvinnu

Menntaviðburðurinn Utís fór fram á d0gunum og var að öllu leyti á netinu. Utís er ráðstefna sem Ingvi Hrannar Ómarsson á veg og vanda af og er fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk á öllum skólastigum. Í ár var ráðstefnan send út frá Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA), þar sem má finna framúrskarandi aðstöðu til upptöku og útsendingar. Því var upplagt að geta notað aðstöðuna í ráðstefnu sem lýtur að framþróun í kennslu.

Lesa meira

Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir

Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð?

Stutta svarið er nei!

NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna.

NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira