Fjólublár bekkur
![Fjólubláum bekk sem ætlað er að vekja athygli á Alzheimer-sjúkdómnum og stuðla að umræðu um heilabil…](/static/news/lg/alzheimerbekkur.jpg)
Fjólubláum bekk sem ætlað er að vekja athygli á Alzheimer-sjúkdómnum og stuðla að umræðu um heilabilun hefur verið komið fyrir við göngustíginn meðfram Drottningarbrautinni, nokkru norðan við aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva.
Fjólubláum bekk sem ætlað er að vekja athygli á Alzheimer-sjúkdómnum og stuðla að umræðu um heilabilun hefur verið komið fyrir við göngustíginn meðfram Drottningarbrautinni, nokkru norðan við aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva.
Víða um land er slíka bekki að finna og er akureyski bekkurinn nýjasta viðbótin. Opinská og heiðarleg umræða um Alzheimer er mikilvægur liður í að minnka fordóma gagnvart heilabilun í samfélaginu. „Setjumst á bekkinn og ræðum málin,“ segir á facebook síðu Akureyrarbæjar.