Krefst þess að velferðarnefnd alþingis verði kölluð saman vegna lokunnar flugbrautar.

Hin umrædda flugbraut og tréin i Öskjuhlíð.   Mynd Njáll Trausti
Hin umrædda flugbraut og tréin i Öskjuhlíð. Mynd Njáll Trausti

Njáll Trausti Friðbertsson (D) hefur óskað þess í erindi til Guðmundar Inga Kristinssonar (V) formanns velferðarnefndar alþingis að nefndin komi saman til fundar hið fyrsta til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem blasir við í tengslum við lokun á lendingar á flugbraut 13/31 á Reykjavíkurflugvelli. Lendingarbannið tekur að öllu óbreyttu gildi á miðnætti í kvöld.

Njáll segir frá þessu á Facebooksíðu sinni og þar kemur m.a þetta fram ,, Það má öllum vera það ljóst hvaða alvarlegu áhrif það mun hafa á sjúkraflugið í landinu. Ef ekki er hægt að koma til móts við þessa beiðni um fund hið fyrsta þá óska ég eftir að málefnið verði tekið upp á fyrsta fundi velferðarnefndar nk. miðvikudag.”

Búið að vara við þessu síðan árið 2011

Í samtali við vefinn sagði Njáll. ,,:Það er komin upp alvarleg staða í sjúkrafluginu. Það er búið að vara við þessari stöðu sem gæti komið upp frá árinu 2011.

Aðflugshornið hefur stöðugt verið hækkað á þessum tíma eða úr 3,7 gráðum 2011 í 4,45 gráður. Í vetur var síðan ljóst að það yrði ekki farið lengra í þá átt. Trén í Öskjuhlíð vaxa um 70 – 100 cm á ári og eru núna komin uppí hindrunarflöt fyrir þessar flugbrautir og fulltrúar Samgöngustofu meta stöðuna að ekki verði lengra farið og loka fyrir lendingar á austur/vestur flugbrautinni 13/31.

Hversu mikil áhrif hefur þetta á sjúkraflugið til Reykjavíkur?

,,Það kom fram í máli Tómasar Dags Helgasonar flugrekstrarstjóra Norlandair á fundi Flugmálafélagsins á Hótel Natura í gær að þessi lokun hefði áhrif á um 20-25% sjúkrafluganna til Reykjavíkur. Það verður að segjast að hér er komin upp ótrúleg staða. Hér verður líka að hafa það í huga að verstu veðrin eru að vetrarlagi.”

Njáll Trausti Friðbertsson

Hversu mörg eru sjúkraflugin til Reykjavíkur á ári?

,,Á síðasta ári voru flugin til Reykjavíkur í heildina 625 talsins og þar af 356 í svokölluðum F1 eða F2 flutningi þar sem sjúklingar þurfa á bráðaþjónustu að ræða, eru í lífsógnandi aðstæðum, sem þýðir að tæplega 60% þeirra eru í þessari alvarlegu stöðu.”

Hvenær fer fundurinn fram í velferðarnefnd og fulltrúar hverra koma fyrir nefndina?

,,Formaður velferðarnefndarnefndar hefur staðfest við mig að komið verði til móts við ósk mína og málið tekið fyrir á miðvikudaginn á fyrsta fundi nefndarinnar eftir kosningar.  Ég hef óskað eftir að fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins, Miðstöðvar sjúkraflugs, Norlandair sem sér um sjúkraflugið, Isavia innanlands og Samgöngustofu komi fyrir nefndina" sagði Njáll Trausti að endingu.

Nýjast