Fréttir

Gamli skóli 120 ára

Það var mikið um dýrðir í Menntaskólanum á Akureyri  en tilefnið var 120 ára afmæli Gamla skóla.   á Facebooksíðu skólans er þessa getið.

Lesa meira

Varðar okkur öll

Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.

Lesa meira

Tíminn líður, trúðu mér!

Já það eru komin 20 ár síðan Sundfélagið Óðinn, ( stofnað af unglingum upp úr sunddeildum KA og Þórs) tók þátt í tilraunaverkefni með Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar um að bjóða börnum með skilgreinda fötlun upp á sundæfingar.

Lesa meira

A! Gjörningahátíð er hafin

A! Gjörningahátíð hófst í gærkvöldi í Listasafninu á Akureyri með gjörningi KGB þríeykisins, en það skipa Kristján Helgason, Birgir Sigurðsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson. Að þeim gjörningi loknum tóku við gjörningar Vénýjar Skúladóttur, Ashima Prakash og Évu Berki. A! er þriggja daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í tíunda sinn og stendur fram á laugardagskvöld. Ókeypis er inn á alla viðburði. Hátíðin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi þar sem einungis er um gjörningalist að ræða úr öllum listgreinum. Dagskrá hátíðarinnar má sjá á listak.is.

 

Lesa meira

Framtíð íþróttavallarsvæðisins

Mikil gleði og ánægja ríkti fyrir réttum tuttugu árum þegar við Akureyringar héldum fjölmennasta íbúaþing sem sögur fara af hér á landi.  Tíu af hundraði bæjarbúa voru heilan dag saman að ræða á hvað skyldi leggja áherslu við endurnýjun miðbæjarins. Niðurstöðurnar voru svo teknar saman og þær síðan lagðar til grundvallar tíu árum síðar þegar bæjarstjórn samþykkti samhljóða nýtt skipulag þessa hluta bæjarins. Því miður var niðurstöðunni gjörbreyt nokkrum árum síðar eftir óskiljanleg hrossakaup innan bæjarstjórnar þar sem öllum meginatriðum umrædds íbúaþings var hent í ruslakörfuna.  Áður en það óláns niðurrif átti sér stað reyndum við mörg að fá umræðu um einstaka þætti þess og sjálfur tók ég fram nokkur atriði í athugasemdum sem ég óskaði eftir að ræða við bæjarfulltrúa áður en öllum meginniðurstöðum íbúaþingsins yrði kastað fyrir róða.  Nei, því miður engin umræða, einasta einhverjar kúnstir innan bæjarstjórnar og óskapnaðurinn laminn í gegn án nokkurs samráðs við bæjarbúa. Eftir stendur skipulag sem enginn vill byggja eftir og miðbærinn í sama farinu og fyrir tuttugu árum; ekkert gert og algjör stöðnun.   

Lesa meira

Framsýn biðlar til þingmanna um stuðning við áframhaldandi áætlunarflugi til Húsavíkur

„Áhugaleysi þingmanna kjördæmisins er algjört. Það er að okkar mati ámælisvert. Við gerum ráð fyrir að áhuginn verði meiri þegar líður að vori og kosningum, þá má búast við að sjá þetta fólk hér á ferðinni,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar.

Lesa meira

Leikafélag Akureyrar frumsýnir Litlu hryllingsbúðina

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Samkomuhúsin í kvöld, föstudagskvöldið 11. október. Sýnt verður í október og nóvember.

Lesa meira

Samið við Mýflug um flug til Vestmannaeyja

Vegagerðin hefur samið við Mýflug um áætlunarflug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur des. – feb.

Lesa meira

Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að lækka almennt gjald fyrir brjóstaskimun úr 6.098 kr. í 500 kr. og tekur breytingin gildi 14. október. Skimun er mikilvæg forsenda snemmgreiningar brjóstakrabbameina og hefur mikinn ávinning fyrir einstaklinga og samfélag. Snemmgreining þýðir einfaldari meðferð, bættar lífslíkur og dregur úr kostnaði heilbrigðiskerfisins.

Lesa meira

Kauphallarbjöllunni hringt fyrir aukið fjármálalæsi

Ungmenni sem unnu fjármálaleikana hringdu Nasdaq Iceland, ásamt Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) og Landssamtökum lífeyrissjóða (LL), stóðu að hringingu Kauphallarbjöllunnar í ár með aðstoð ungmenna sem unnu Fjármálaleika SFF árið 2023 og 2024. Í kjölfarið tóku þau þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi í Brussel á vegum Evrópsku bankasamtakanna (EBF).

Lesa meira