Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?
Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er ,,Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum." Sú skilgreining sem mest er notuð í dag og samþykkt árið 1996 á leiðtogafundi um fæðuöryggi í heiminum segir: ,,Fæðuöryggi er til staðar þegar allt fólk hefur ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringaríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar með frjálsu fæðuvali, til að geta lifað virku og heilsusamlegu lífi.”