Voigt Travel flýgur tíu ferðir til Akureyrar í vetur
Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli á dögunum.
Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli á dögunum.
Njáll Trausti Friðbertsson (D) hefur óskað þess í erindi til Guðmundar Inga Kristinssonar (V) formanns velferðarnefndar alþingis að nefndin komi saman til fundar hið fyrsta til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem blasir við í tengslum við lokun á lendingar á flugbraut 13/31 á Reykjavíkurflugvelli. Lendingarbannið tekur að öllu óbreyttu gildi á miðnætti í kvöld.
Framsýn stéttarfélag hefur tekið til umfjöllunar hugmyndir Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri um sameiningu stéttarfélaga á Norðurlandi í eitt 18 þúsund manna stéttarfélag. Hugmyndirnar eru settar fram í bréfi til aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands í nóvember í fyrra. Framsýn hefur fjallað ítarlega um erindið á fundum í félaginu.
Í tilefni af vitundarvakningu Krafts verður boðið uppá pop-up prjónaviðburð í Amtbókasafninu á morgun laugardag milli kl 11 og 13.
Fyrir áramót kom út bókin Generative Artificial Intelligence in Higher Education á vegum Libri Publishing Ltd. Bókin fjallar um skapandi gervigreind í háskólasamfélaginu. Bókinni er ætlað að styðja starfsfólk háskóla við innleiðingu gervigreindar á ýmsum sviðum. Töluverðar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu um notkun gervigreindar, ýmsar siðferðilegar áskoranir og heiðarleika í vinnu, námi, rannsóknum og kennslu. Með tilkomu nýrrar tækni er mikilvægt að skoða hvaða hlutverk og hvaða möguleika notkun gervigreindar getur fært okkur.
Veðrið sem hér hefur geisað s.l sólarhring er loks að slota og má fullyrða að flestir fagni því. Starfsfólk Norðurorku hefur haft í mörg horn að líta og ekki gefið neitt eftir.
Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi en að henni standa Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair, sendi frá sér mjög harða yfirlýsingu ný síðdegis vegna þeirrar stöðu sem við blasir á Reykjavíkurflugvelli með lokun ,,tveggja flugbrauta, 13 – 31, í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Þann 6. febrúar síðastliðinn var svo tilkynnt að innan 48 klukkustunda verði flugbrautunum lokað fyrir allri flugfumferð, burtséð frá birtuskilyrðum. Sú lokun mun því taka gildi laugardaginn 8.febrúar."
Nú er aftakaveður aftur skollið á og staðan orðin þung víða. Áskoranir dagsins eru af ýmsu tagi og snúa að öllum veitum fyrirtækisins. Neyðarstjórn var virkjuð og mönnuð í gærkvöldi og er það enn í dag og starfsfólk Norðurorku hefur síðan í gær unnið hörðum höndum að því að tryggja órofinn rekstur.
Ljóst er að veðrið mun setja svip sinn á dreifingu Vikublaðsins í dag. Blaðið er prentað í Reykjavík og þvi svo flogið hingað norður yfir heiðar. Eins og fólki er kunnugt liggur allt innanlandsflug niðri í rauðri viðvörun sem er í gildi langt fram eftir þessum degi.