„Beitum okkur í stað þess að barma okkur“
Axel Árnason í stjórn samtakanna segir í samtali við Vikublaðið að hugmyndina hafi kviknað í kringum öryggismál barna þeirra sem að stofnun samtakanna standa
Axel Árnason í stjórn samtakanna segir í samtali við Vikublaðið að hugmyndina hafi kviknað í kringum öryggismál barna þeirra sem að stofnun samtakanna standa
Sveitarstjórn Norðurþings fundaði á Kópaskeri fimmtudaginn 19. september sl. Á þeim fundi var samþykkt samhljóða tillaga meirihlutans um að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Samþykkt var að vísa málinu til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
Mörgum þykja haustkransar ómissandi og leggja jafnvel mikið á sig til að finna fallegan efnivið og gera kransinn sem fallegastan. Með fallegum litríkum kransi við híbýli sín fagnar fólk nýrri árstíð. Starfsfólk í Kjarnaskógi er ekki á fyrsta ári þegar kemur að kransagerð, en þau settu saman þennan „krans“ í tilefni af því að tékkneskur keðjusagarlistamaður, Jíri Ciesler var í heimsókn í skóginum nýverið og skildi eftir sig listaverk.
Lögreglan á Norðurlandi Vestra hefur haft ávinning af því að unglingar undir aldri m.a frá Akureyri ætli að fjölmenna á Laufskálaréttarball sem fram fer í reiðhöllinni á Sauðarárkróki á morgun laugardag.
Í tilefni af þessu sendi Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra frá sér meðfylgjandi vangaveltur á Facebook.
Samkaup undirrituðu nýlega samning við Lautina, athvarf rekið af Akureyrarbæ fyrir fólk með geðsjúkdóma á Akureyri, með það að markmiði að minnka matarsóun í verslunum sínum og styðja gesti Lautarinnar með matargjöfum. Verkefnið er hluti af markvissu átaki Samkaupa um allt land um mataraðstoð gegn matarsóun.
Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 28. september kl. 15: Detel Aurand og Claudia Hausfeld – Samskipti, Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég og Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók. Klukkan 15.45 hefst listamannaspjall við Georg Óskar, Detel Aurand og Claudia Hausfeld. Daginn eftir opnun, sunnudaginn 29. september, kl. 15 verður kynning og upplestur á bók Detel Aurand, We Are Here.
Hymnodia vill styðja við góðan félaga í kórnum og fjölskyldu hans eftir erfiðan missi ungrar stúlku, Kolfinnu Eldeyjar.
Fimmtudaginn 26. september kl. 17-19 opnar Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir sýninguna “Strengir / Strings” í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 12 á Akureyri. Sýningin stendur til 8. október og er opið eftirfarandi daga:
Helgin 27.- 29. sept 12-17
Fim 3. okt 11-17
Helgin 4.- 6. okt 12-17
Í nýjum tillögum Skipulagsráð Akureyrar vegna deiliskipulags á svokölluðum tjaldstæðisreit sem lagðar voru fram í gær kemur fram að ekki er lengur reiknað með byggingu heilsugæslustöðvar nyrst á reitnum.(Við gatnamót Þingvallastr., og Byggðavegar)