Voigt Travel flýgur tíu ferðir til Akureyrar í vetur

Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel á Akureyrarflugvelli    …
Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel á Akureyrarflugvelli Myndir á vef Markaðsstofu Norðurlands

Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli á dögunum.

Voigt Travel hefur staðið fyrir vetrarflugi til Akureyrar frá árinu árið 2020 og var þetta fyrsta flug af 10 þennan veturinn. Flogið er með hollenska flugfélaginu Transavia.

Farþegar Voigt Travel dvelja flestir á Norðurlandi í heila viku og eru duglegir að nýta sér fjölbreytta afþreyingu og aðra þjónustu á meðan á dvölinni stendur.

Hvetja fólk til að nýta beint flug

Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans, fór með vél Transavia frá Akureyri til Hollands. Þar tók hann þátt í „SummerEvent“ - viðburði sem Voigt Travel hélt nálægt Utrecht ásamt fulltrúa GeoTravel frá Mývatnssveit. Tilgangurinn viðburðarins var að hvetja fólk til að nýta sér pakkaferðir Voigt Travel með beinu flugi á áfangastaði þeirra í Norður-Evrópu. Vel á fjórða hundrað manns heimsóttu viðburðinn til að fræðast m.a. um áfangastaðinn Norðurland og hvað þar er í boði. Gestirnir voru áhugasamir og viðburðurinn tókst vel í alla staði segir í tilkynningu á vef Markaðsstofu Norðurlands.

 

Nýjast