Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hofi

Aðilar samningsins hafa átt í farsælu samstarfi um upplýsingagjöf til ferðamanna á tímabilinu apríl …
Aðilar samningsins hafa átt í farsælu samstarfi um upplýsingagjöf til ferðamanna á tímabilinu apríl til september síðustu ár og gerir samningurinn ráð fyrir að það fyrirkomulag verði viðhaft næstu þrjú ár.

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt drög að samstarfs samningi milli Akureyrarbæjar, Hafnasamlags Norðurlands Menningarfélags Akureyrar og verslunarinnar Kistu um starfsemi upplýsingamiðstöðvar í menningarhúsinu Hofi tímabilið 2025-2027

Tilgangur samningsins er að bjóða ferðamönnum á Akureyri upp á upplýsingaþjónustu í menningarhúsinu Hofi á tímabilinu 1. apríl – 30. september á gildistíma samningsins.

Sérstakt markmið Hafnarsamlagsins er að farþegar skemmtiferðaskipa sem það kjósa eigi kost á upplýsingagjöf, sem veitt er augliti til auglitis, um Akureyri og nágrenni eftir að í land er komið. Sérstakt markmið MAk er að hafa opna móttöku fyrir Menningarhúsið Hof yfir sumarið og umsjón með húsinu á sama tíma.

Hafnasamlagið greiðir um 6 milljónir króna á árin þau þrjú ár sem samningurinn gildir og Akureyrabær um eða yfir 4 milljónir króna.

Nýjast