Fréttir
Niceair þrisvar í viku til Kaupmannahafnar
Niceair flýgur þrisvar i viku til Kaupmannahafnar frá og með 1 júni n.k. en frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu nú i morgun. Eins og kunnugt er hafa ferðir til þessa verið tvær í viku en nú er slegið í og flug á þriðjudögum bætist við í sumar.
Selma Sól er einstakt barn
„Við þurfum öll að fá fræðslu og skilning til að geta vaxið sem einstaklingar. Við þurfum að byrja á okkur sjálfum og þannig verðum við tilbúin að hjálpa öðrum að vaxa. Við erum öll einstök,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir móðir Selmu Sólar sem er einstakt barn.
Byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey lokið
Lokafundur í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey var haldinn með íbúum eyjarinnar í síðustu viku. Þar með var komið að þeim tímamótum að Byggðastofnun dró sig formlega í hlé úr verkefninu.
Á fundinum var farið yfir það sem hefur áunnist frá því verkefnið hófst árið 2015 og er lokaskýrsla um það í smíðum um þessar mundir. Fram kom að bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarbæ verði tengiliður Grímseyinga við stjórnsýsluna vegna málefna sem þá varða og Anna Lind Björnsdóttir verður tengiliður frá Samtökum sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Þær munu aðstoða íbúa við að fylgja framfaraverkefnum eftir.
SVARTIR SAUÐIR/CZARNE OWCE
Stundum eru svörtu sauðirnir bestu sauðirnir. Fólk kennir sjálft sig við svarta litinn af alls kyns ástæðum. Fimmtudagskvöldið 2. mars hefst tónleikaferð listahópsins (N)ICEGIRLS um Norð-austurland. Það eru Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hafa samið splunkunýja tónleikadagskrá um sauðfjárrækt, væntumþykju, lífið á Íslandi nú og þá, upphafningu svarta litarsins og fleira. Tónlist og ljóð eru alfarið samin af þeim sjálfum, en þær syngja og leika á selló og orgel.
Listahópurinn ICEGIRLS, eða (N)ICEGIRLS kemur hér fram í fyrsta sinn. Hópurinn mun fremja tónlist, ljóðlist og myndlist og ekki endilega vera alltaf skipaður stelpum og ekki endilega alltaf vera úr klaka. En fást við lífið, á Íslandi og bara yfirleitt. Eins og gengur. (N)ICEGIRLS reyna að vera næs, en kannski mun það ekki alltaf takast. Það á eftir að koma í ljós.
Eru Mærudagar barn síns tíma?
Leiðari úr 7. tölublaði Vikublaðsins þar sem hugmynum um framtíð Mærudaga er velt upp
Áskoranir og tækifæri í stjórnun árið 2023
Flest öll fylgjumst við vel með og fögnum alls kyns þróun og breytingum í umhverfi okkar, væntanlega einna helst allri þeirri áhugaverðu tækniþróun sem við sjáum nánast daglega og virðist verða meiri og hraðari með hverjum degi. Tækniþróun sem getur sparað kostnað en ekki síður tækniþróun sem getur losað um hæfni, búið til ný tækifæri og skapað aukið virði.
Aðrar stórar breytingar í umhverfi okkar nú og á undanförnum árum eru t.d. aukin alþjóðavæðing, aukin áhersla á umhverfismál, aukið langlífi, aukin fjölmenning o.fl.
Kæra ákvörðun skipulagsráðs vegna Krákustígs
„Það er mjög súrt að vera í þessari stöðu sem til er komin vegna þess að við fengum rangar upplýsingar frá skipulagsyfirvöldum í upphafi,“ segir Perla Fanndal sem ásamt eiginmanni sínum Einari Ólafi Einarssyni eiga húsið við Krákustíg 1. Þar var um árabil rekið verkstæði. Húsið keyptu þau í fyrrasumar og hugðust breyta því í íbúðarhúsnæði fyrir einhverfan son. Sjálf búa þau í næsta húsi, við Oddeyrargötu 4 og vildu gjarnan hafa soninn nær sér.
„Án sjálfboðaliða hefði þetta ekki verið hægt“
-Segir Birna Ásgeirsdóttir formaður Golfklúbbs Húsavíkur en um þessar mundir er unnið hörðum höndum að því að gera nýja klúbbhús GH klárt fyrir vorið
Völsungur - Þjálfarar ráðnir á mfl. karla í knattspyrnu
Græni herinn Facebook síða tileinkuð knattspyrnudeild Völsungs segir frá þvi í kvöld að ráðnir hafi verið þjalfarar á karlalið félagsins í knattspyrnu.
Í tilkynningu Völsungs segir:
Knattspyrnuráð Völsungs hefur gengið frá samningi við nýtt þjálfarateymi hjá meistaraflokki karla og er okkur mikil ánægja að kynna það til leiks.