„Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest"
Steinsmiðja Akureyrar hefur gefið Akureyrarbæ og Akureyringum fjóra veglega granítbekki sem komið hefur verið fyrir á miðbæjarsvæðinu og í Innbænum á Akureyri
Steinsmiðja Akureyrar hefur gefið Akureyrarbæ og Akureyringum fjóra veglega granítbekki sem komið hefur verið fyrir á miðbæjarsvæðinu og í Innbænum á Akureyri
Í byrjun febrúar fór fram rafræn úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra þar sem 72 verkefni voru styrkt, en samtals var úthlutað 73,3 m.kr.
Málefni Iðnaðarsafnsins á Akureyri voru til umræðu í bæjarráði Akureyrar i morgun og eftir þá umræðu og samþykkt ráðsins má búast við breytingum á rekstri safnsins.
Í fundargerð bæjarráðs má lesa.
Nýlega birtust fréttir þess efnis að matvælaráðherra hafi ákveðið að sleppa framlagningu frumvarps um sameiningu afurðastöðva í kjötiðnaði og tekið það úr málaskrá ráðuneytisins. Þetta eru vissulega vonbrigði þar sem hagræðing af slíkri sameiningu í þágu matvælaframleiðenda og neytenda hefur fengið mikla umfjöllun, bæði á Alþingi og á vettvangi bænda. Þegar við tölum um þessa hagræðingu þá erum við að tala um milljarða. Upphæðir sem geta skipt sköpum fyrir bændur og framtíð íslensks kjötiðnaðar.
Samkvæmt upplýsingum úr loftgæðamælum Umhverfisstofnunar á Akureyri eru loftgæði afleit núna í vetrarstillum þeim sem hér í bænum eru um þessar mundir og hefur mikið sigið á ógæfuhliðina s.l. klukkustundirnar.
Litakóðar eru notaðir þar sem grænn er merki um mjög gott ástand en rautt hið gangstæða og þannig er einmitt farið um loftgæði i bænum um þessar mundir eldrautt er merkið sem notað er.
Efling hefur samþykkt undanþágu frá verkfalli bílstjóra i félaginu og því er dreifing á flugvélaeldsneyti frá Helguvík með venjulegum hætti, þetta staðfesti Hreggviður Heiðberg hjá Skeljungi Akureyri í samtali við vefinn nú í morgun. Það þarf því ekki að ótttast að flug um Akureyrarflugvöll eða Húsavíkurflugvöll í Aðaldalshrauni leggist af vegna verkfalls bílstjóra í Eflingu.
Laugardaginn 18. febrúar, kl. 14, verður í fyrsta skipti haldin athöfn fyrir brautskráða kandídata utan Háskólahátíðar í júní. Hún er ætluð kandídötum sem fengu brautskráningarpappíra sína í október 2022 og þeim sem brautskrást 15. febrúar 2023
Þú sem hvergi ert -III ný plata með Ívari Bjarklind kom út á miðnætti þann 15 febrúar. Platan er átta laga og hluti að þríleik hjá honum. Á plötunni er að finna lög eins og ,,Ekkert varir”, ,,Ég tefst”, ,,Enginn vex anginn” og ,,Myrkrið í mér”.
Áhrifa verkfalls Eflingar gætir víða og getur það haft áhrif á margvíslegar athafnir fólks víðsvegar um landið. Á heimasíðu Einingar Iðju má lesa þessar frétt sem er hér í framhaldinu.