Fréttir

Kvennalið SA Íslandsmeistarar í íshokky

Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar varð Íslands­meist­ari í ís­hokkí kvenna í gærkvöldi. SA tók á móti Fjölni í 3. leik úr­slita­keppn­inn­ar í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri en SA hafði unnið tvo fyrstu leikina en til að hampa titlinum þarf þrjá sigr

Lesa meira

Til Kaupmannahafnar og heim aftur fyrir 25.000 um helgina!

Stundum er sagt að ef eitthvað hljómi of vel til að vera satt sé það nú liklega einmitt það sem er.  Þessi fullyrðing á þó alls ekki við um kostaboð sem fólki býðst á ferð til Kaupmannahafnar um helgina með Niceair
Súlur flugvél félagsins er i reglubundinni skoðun í Portúgal  og mun stærri flugvél leysir Súlur af.  Það þótti því kjörið að bjóða ,,næs" tilboð eða eins  og segir i tilkynningu frá félaginu í morgun:
Lesa meira

Húsavík-Stétttarfélögin semja við Flugfélagið Erni um framhald á flugi fyrir félagsfólk

Stéttarfélögin hafa undanfarið átt í viðræðum við Flugfélagið Erni um áframhaldandi samstarf um sérkjör á flugmiðum fyrir félagsmenn milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í gær var gengið frá samningi milli aðila sem gildir út árið 2023 og tryggir félagsmönnum sama verð á flugmiðum/kóðum og verið hefur síðustu mánuði eða kr. 15.000,- per flugferð.

Samkomulagið byggir á því að Framsýn greiðir fyrirfram ákveðinn fjölda flugmiða sem ætlað er að endast út árið en tæplega 200 miðar/kóðar eru að meðaltali seldir til félagsmanna á mánuði. Að sjálfsögðu ber að fagna þessum samningi enda um mikla kjarabót að ræða fyrir félagsmenn.   

Lesa meira

Fimmti og síðasti áfangi nýrrar Hjalteyrarlagnar

Undanfarin ár hefur verið stöðugur vöxtur í heitavatnsnotkun Akureyringa og á árunum 2000-2020 tvöfaldaðist orkuþörf hitaveitunnar. Á síðustu árum hefur hitaveitan þurft að vera á fullum afköstum yfir köldustu vetrardagana og því hefur lítið mátt útaf bregða í rekstrinum. Hvað nýja Hjalteyrarlögn varðar, er um að ræða gríðarlega stórt verkefni og mikla fjárfestingu eða rúma tvo milljarða í heild með borunum og dælubúnaði. Verkefninu er áfangaskipt og er nú komið að loka áfanganum. 

Lesa meira

Alútboð heilsugæslustöðvar á Akureyri kynnt byggingaraðilum

FSRE og Ríkiskaup efna til kynningarfundar um alútboð á hönnun og byggingu 1700 fermetra heilsugæslustöðvar við Þingvallastræti  á Akureyri

Lesa meira

Grunur um myglu í Amaro-húsinu

Starfsfólk HSN hefur kvartað undan slæmum vistgæðum

Lesa meira

Akureyri-Bæjarstjórn vill skoða gerð samgöngusamninga

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða  á fundi sínum í dag tillögu Hildu Jönu Gísladóttur þess efnis að kannað væri með gerð samgöngusamninga við starfsmenn bæjarins. 

Lesa meira

Íslandsþari án varanlegs leyfis

Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir skrifa

Lesa meira

Aukið framboð háskólanáms fyrir fólk með þroskahömlun

Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Listaháskóli Íslands hafa tekið höndum saman til að vinna að þróun, uppbyggingu og samvinnu milli skólanna um inngildandi nám á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað samning tengdan verkefninu sem felur í sér 16,5 m.kr. fjárstuðning til ráðningar verkefnastjóra sem leiða verkefnið, hafa starfsskyldu í öllum háskólunum og tryggja þannig samstarf og aðkomu allra skólanna að verkefninu. Samhliða þessu fer ráðuneytið yfir löggjöf, reglugerðir og fjármögnun námsins með það að markmiði að styðja við uppbyggingu þess.

Lesa meira

Hundraðshöfðingi í Blóðbankanum

Hér i bæ er banki starfræktur sem treystir algjörlega á  innlegg vildarvina bankans en allir stýrivextir heimsins koma þessum banka alls ekki við.  Við erum að tala um Blóðbankann sem er  með útibú á Glerártorgi eins og kunnugt er.   

Lesa meira