Mikill fjöldi neikvæðra umsagna
Kynningu á breytingum á deiluskipulagi Norðurhafnarsvæðis á Húsavík lokið
Kynningu á breytingum á deiluskipulagi Norðurhafnarsvæðis á Húsavík lokið
Voigt Travel og Transavia eru mætt til Norðurlands á ný. Í morgun lenti fyrsta vél vetrarins með hollenska ferðamenn frá Amsterdam.
Á hófi i Hlyn í gærkvöldi var kunngjört hvaða Völsungar hefðu orðið fyrir valinu i kosningu á Íþróttafólki Völsungs fyrir árið 2022. Kosningin fór að þessu sinni fram með nýju sniði því öllum félagsmönnum gafst kostur á að kjósa. Kosningaþátttaka var með ágætum.
Um borð í uppsjávarveiðiskipi Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, hefur verið tekið í notkun skjámyndakerfi sem tengt er við brunaviðvörunarkerfi skipsins. Með tilkomu kerfisins getur áhöfnin séð með myndrænum hætti í hvaða rými skipsins viðvörun kviknar og þar með brugðist fyrr við en ella og með ákveðnari hætti. Ekki er vitað til þess að annað fiskiskip í heiminum sé búið slíku viðvörunarkerfi, enda þannig búnaður aðeins í stórum skipum, svo sem skemmtiferðaskipum.
Grétar Örvarsson er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Stjórnin, hljómsveitin sem hann stofnaði upp úr Hljómsveit Grétars Örvarssonar, fagnar 35 ára afmæli á árinu. „Af því tilefni verða stórtónleikar í Háskólabíói 30. september auk þess sem Stjórnin mun spila á landsbyggðinni í sumar”, segir Grétar. Þá standa fyrir dyrum tónleikar bæði í Salnum í Kópavogi og í Hofi á Akureyri undir heitinu Sunnanvindur, eftirlætislög Íslendinga. „Þessir tónleikar urðu til upp úr tónleikum sem ég hélt til heiðurs og minningar um föður minn, Örvar Kristjánsson. Pabbi var einn af ástsælustu harmónikkuleikurum þjóðarinnar og spannaði tónlistarferill hans rúm sextíu ár. Hann gaf út 13 hljómplötur á sínum ferli og nutu mörg laga hans mikilla vinsælda.“
Leikdeild Eflingar í Reykjadal frumsýnir í Breiðumýri í kvöld, föstudag, Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjórn er í vönum höndum Jennýjar Láru Arnórsdóttur
Handknattleiksdeild KA og Halldór Stefán Haraldsson hafa gert með sér þriggja ára samning og mun Halldór því taka við stjórn á meistaraflokksliði KA eftir núverandi tímabil. Áður hafði Jónatan Magnússon núverandi þjálfari liðsins gefið út að hann myndi hætta með liðið í vor.
Halldór Stefán sem er aðeins 32 ára fór snemma út í þjálfun og kominn með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann stýrði meðal annars kvennaliði Fylkis árin 2011-2016 og á sama tíma stýrði hann yngri landsliði kvenna fædd 1998 og 1999 á árunum 2012-2015. Hann var í kjölfarið ráðinn aðalþjálfari liðs Volda í Noregi þar sem hann hefur þjálfað frá 2016 en hann lætur nú staðar numið þar og kemur norður í sumar.
Upphæð heimgreiðslu verður 105.000 kr. á mánuði og tekur breytingum í upphafi árs samhliða ákvörðun um gjaldskrárbreytingar
Leikgleðin var sannarlega við völd á frumsýningu Leikfélags VMA á farsanum Bót og betrun í leikstjórn Sögu Geirdal Jónsdóttur sl. föstudagskvöld. Og áhorfendur voru ekki síður með á nótunum og skemmtu sér konunglega.
Helvítis krabbamein er yfirskrift sýningar sem stendur út febrúarmánuði á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar sýnir Anna María Hjálmarsdóttir ljósmyndir og málverk sem hún vann að mestu á liðnu hausti þegar hún fylgdi vinkonu sinni í beinmergsskipti sem fram fóru í Lundi í Svíþjóð. Vinkonan, Kristrún Pétursdóttir greindist með bráðahvítblæði í fyrra vor.
Anna María fór í lok september Kristrúnu og eiginmanni hennar Höskuldi Stefánssyni þegar henni bauðst að fara í beinmergsskipti. Höskuldur og Björgvin Kolbeinsson maður Önnu Maríu eru systrasynir og tókst vinátta með þeim stöllum þegar bæði pörin höfðu komið sér upp langtímastæði fyrir hjólhýsi í Vaglaskógi fyrir fáum árum.