Fréttir

Úthlutanir úr lista- og menningarsjóði Norðurþings 2022

Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja smærri verkefni sem stuðla að eflingu menningarstarfs í Norðurþingi en hámarksúthlutun úr sjóðnum eru 100.000 kr. í hvert verkefni.

Lesa meira

Kjarakönnun Einingar-Iðju Meðallaun hæst á Dalvík en dagvinnulaunin á Akureyri

Heildarlaun félagsmanna í Einingu-Iðju er 616 þúsund krónur og hafa hækkað á milli ára úr 576 þúsund krónum. Þetta kemur fram í kjarakönnun félagsins sem gerð var seint á síðastliðnu ári. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju segir að  niðurstöður könnunarinnar sýni að þær launahækkanir sem um var samið á liðnu ári hafi skilað sér til félagsmanna.

Lesa meira

Úr rafeindavirkjun í VMA í geimverkfræði í Arizona

Sigurður Bogi Ólafsson brautskráðist sem stúdent og rafeindavirki frá VMA í desember 2021. Núna er hann á annarri önn í BS-námi í geimverkfræði við Embry-Riddle Aeronautical University í Arizona í Bandaríkjunum. Sigurður er fyrsti Íslendingurinn sem stundar þetta nám við skólann og í hópi fárra Íslendinga sem hafa lagt stund á Aerospace engineering eða geimverkfræði.

Sigurður Bogi var heldur betur lykilmaður í öllum tæknimálum í viðburðum á vegum Þórdunu og Leikfélags VMA á námstíma sínum í VMA. Að brautskráningu lokinni og þar til hann fór til Arizona í BS-nám í geimverkfræði sl. haust starfaði hann hjá Exton, sem er sérhæft fyrirtæki í hljóð-, ljós- og myndlausnum. Það þurfti því ekki alveg að koma á óvart að eitthvert tækninám yrði niðurstaðan hjá Sigurði Boga – en það óvænta var að geimverkfræði skyldi verða ofan á.

Lesa meira

Fyrir hvern setur þú upp kolluna?

Í dag hefst fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.

Um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldur og ástvini þeirra. Átakið hefst 25. janúar og stendur til 20. febrúar en Lífið er núna húfurnar verða í sölu í þrjár vikur og hefst sala þeirra föstudaginn 27. janúar.

Lesa meira

Einn af hverjum fimm nemendum tvítyngdir

Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál í Borgarhólsskóla á Húsavík

Lesa meira

Maríanna verður nýr skólastjóri Lundarskóla

Maríanna hefur gegnt starfi deildarstjóra yngri deildar og staðgengils skólastjóra við skólann í 11 ár

Lesa meira

Fjósakallarnir ómissandi sjálfboðaliðar

Svokallaðir Fjósakallar, sjálfboðaliðar sem unnu við að koma upp „fjósi“ við Golfvöllinn á Akureyri síðastliðinn vetur hafa ekki látið deigan síga. Þeir luku nýlega við að reisa fyrra salernishúsið af tveimur sem koma á upp við Jaðarsvöll. Það er við göngustíg við sjöunda teig en hið síðara verður við fjórtánda teig.

Lesa meira

Samningur við Súlur endurnýjaður

Í morgun var skrifað undir nýjan styrktarsamning Akureyrarbæjar við björgunarsveitina Súlur.

Samningurinn kveður á um að björgunarsveitin vinni samkvæmt skilgreindu hlutverki sínu en veiti einnig Slökkviliði Akureyrar aðstoð vegna sjúkraflutninga í slæmri færð og við verðmætabjörgun og bátaaðstoð.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Akureyrar.

 

Lesa meira

VMA - Vélstjórnarnemar gera upp 50 ára mótor úr Bangsa

Tíu vélstjórnarnemar í áfanganum Viðhald véla og kennari þeirra, Jóhann Björgvinsson, glíma við afar skemmtilegt verkefni á næstu vikum og mánuðum. Verkefnið felst í því að rífa í sundur bensínmótor Bangsa, hálfrar aldar gamals snjóbíls í eigu Sigurðar Baldurssonar á Akureyri, og freista þess að fá hann til þess að ganga á ný.

Lesa meira

Aldrei fleiri skiptinemar við HA

Meiri áskorun að koma stúdentum HA erlendis

Lesa meira