Fréttir

Fjórðungur úr aðalúthlutun Safnasjóðs fer til Norðurlands

Á árinu 2023 hefur menningarráðherra að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað alls 209.510.000 krónum úr safnasjóði

Lesa meira

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar rekur Smámunasafnið ekki áfram í núverandi mynd

„Ekkert stefnuleysi ríkir hjá sveitarstjórn þegar kemur að safninu og framtíð þess,“ segir í svari sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveit til Félags íslenskra safna og safnamanna, en félagið spurðist fyrir um áform sveitarstjórnar varðandi Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem verið hefur í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit um árabil. 

„Sveitarstjórn hefur ákveðið að reka safnið ekki áfram í núverandi mynd. Í því felst að sveitarfélagið mun láta af því að skrá safnmuni og ekki ráða starfsmann til að halda úti almennri opnun safnsins,“ segir í svari Eyjafjarðarsveitar þar sem spurt er um stefnu varðandi framtíð safnsins.

Lesa meira

Nýr þriggja deilda leikskóli í burðarliðnum

„Það hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þriggja deilda leikskóla og þar verður pláss fyrir 48 börn, 16 á hverri deild,“ segir Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri. Útlit er fyrir að vanti um 40 leikskólapláss í bænum næsta haust.

Lesa meira

„Það var mikið þarna sem ekki er búið að endurnýja mjög lengi“

-Segir Heiðar Hrafn Halldórsson, verkefnastjóri Hvalasafnsins á Húsavík en þar eru umfangsmiklar framkvæmdir í gangi

Lesa meira

Gamli golfskálinn á Húsavík brennur

Í  morgun klukkan 10 hófst æfing hjá slökkviliði Norðurþings við gamla golfskálann á Húsavík

Lesa meira

Jákvætt að fjölga möguleikum til afþreyingar í Hlíðarfjalli

Bæjarráð Akureyrar telur mjög jákvætt að afþreyingarmöguleikum verði fjölgað í Hlíðarfjalli á heilsársgrunni. Nýverið hafa tveir aðilar lýst yfir áhuga á að setja upp nýja afþreyingu á svæðinu og hefur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni Hlíðarfjalls verið falið að útbúa drög að auglýsingu þar að lútandi.

Lesa meira

Tekist á við viðkvæm en mikilvæg málefni

Leikfélag Húsavíkur setur upp Ávaxtakörfuna í Samkomuhúsinu

Lesa meira

„Létum ekki á okkur fá þó bylturnar yrðu all svakalegar“

Ingólfur Sverrisson færir okkur hina vinælu Þanka gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Fjórtán verkefni valin á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en þrjátíu verkefni af öllu landinu sóttu um þátttöku í ár

Lesa meira

Viðhald á kirkjutröppum í sumar

Fyrirhugað er að hefjast handa við viðhald á kirkjutröppunum á Akureyri á komandi sumri, stígum, lýsingu og fallvörnum í og við þær.  

„Kirkjutröppurnar eru hluti af einu mikilvægasta kennileiti Akureyrar og ferðamenn sækja þangað mikið, til að taka ljósmyndir af kirkjunni og á leið sinni að Lystigarðinum. Þess vegna viljum við mjög gjarna að tröppurnar líti vel út og séu í góðu lagi, séu öruggar fyrir fólk sem á þar leið um,“ segir Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.

 

Lesa meira