Fréttir

Eining Iðja nýr formaður tekur við á næsta aðalfundi

Björn Snæbjörnsson mun láta af formennsku á næsta aðalfundi félagsins. Hann hefur gegnt embætti formanns Einingar-Iðju frá árinu 1999 og Verkalýðsfélagsins Einingar þar á undan frá árinu 1992, eða samtals í 31 ár. Hann sat sem meðstjórnandi í stjórn Einingar árin 1982 til 1986 og sem varaformaður frá árinu 1986. Árin í stjórn félagsins verða því orðin 41 þegar hann hættir formennsku og óhætt að segja að það verði stór tímamót á næsta aðalfundi þegar nýr formaður mun taka við. 

Lesa meira

Bakarís-fyrirlestrar Að eflast og vaxa eftir að ofbeldissambandi lýkur… er það mögulegt?

Í dag fimmtudaginn 23. febrúar nk. kynnir dr. Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar sem hún varði við HA í lok síðasta árs.

Kynningin fer fram í Brauðgerðarhúsinu í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð og hefst kl. 16:00.

Lesa meira

Sæfari á leið í slipp í vor en óljóst er hvernig siglingum verður háttað til Grímseyjar á meðan

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær var m.a. rætt um málefni Grímseyjar. Halla Björk Reynisdóttir fór meðal annars yfir stöðu mála og næstu skref við lok byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey, skipulagsmál, orkumál, sorpmál og atvinnumál.

Lesa meira

Áríðandi tilkynning frá Norðurorku

Vegna vinnu við dreifikerfi Norðurorku verður LOKAÐ fyrir RAFMAGN í hluta Lundahverfis á morgun fimmtudaginn 23. febrúar. Áætlaður tími er frá kl. 8.15-17.00 eða meðan vinna stendur yfir. Á heimasíðu Norðurorku, www.no.is, er að finna ýmis góð ráð við rafmagansrofi.

Lesa meira

Einstök börn GLITRAÐU MEÐ OKKUR 28 FEB

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 600 fjölskyldur í félaginu á landinu öllu sem eru með afar fátíðar greiningar.

Lesa meira

Kótilettukvöld í tilefni Mottumars

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis heldur Kótilettukvöld þann 23. mars í tilefni Mottumars

Lesa meira

Norðurþing og Völsungur hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning

Fyrri samningur rann út um síðastliðin áramót og núverandi samningur gildir út árið 2025

Lesa meira

Vikublaðið kemur út á morgun

Meðal efnis framhald á umfjöllun um Krákustígsmálið, Freyvangsleikhúsið frumsýnir Fókið í blokkinn og lofar fjöri. Nýr golfskáli er í bygginu á Húsvík og sá gamli brann. Krossgátan er á sínum stað. Mikill áhugi fyrir lyftingum. Tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu. Nettó opnar á nýjum stað á Glerártorgi. Grenvíkingar bæta götulýsingu. Hægeldaður lambaskanki gæti smellpassað í helgarmatinn. Verkefninu Glæðum Grímsey er lokið og nýr sveitarstjóri tekur til starfa í Þingeyjarsveit. Um þetta og meira til er fjallað í blaði morgundagsins.

Minnum á áskriftarsímann 8606751

Lesa meira

Hvetja til byggingar bílakjallara til að bæta landnýtingu

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær með 8 atkvæðum tillögu skipulagsráðs að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.  

Skipulagsráð lagði til við bæjarráð að breyting yrði gerð á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að gjald fyrir fjölbýlishús verði það sama og fyrir önnur íbúðarhús eða 15% í stað 12,5%. Þá er einnig lagt til að á móti lækki gjald fyrir bílakjallara fjölbýlishúsa úr 5,0% í 3,75%. Forsendur þessara breytinga eru þær að uppbygging og rekstur gatnakerfis færist nær því að standa undir sér. Á sama tíma er gert ráð fyrir lækkun á gjaldi fyrir bílakjallara til að hvetja til byggingar þeirra og betri landnýtingar.

 

Lesa meira

Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari skrifar Öskudagur - Þjóðhátíðardagur Akureyringa

Í dag er „þjóðhátíðardagur“ okkar Akureyringa – Öskudagurinn. Börn á Akureyri hafa haldið þennan dag hátíðlegan hálfa aðra öld, upphaflega að danskri fyrirmynd, enda Akureyri upphaflega danskur bær þar sem töluð var danska á sunnudögum. Jón Hjaltason sagnfræðingur skrifar um öskudaginn og bolludaginn víða í Sögu Akureyrar og segir frá því, að elsta áreiðanlega dæmið um að slá köttinn úr tunnunni, sem að vísu oftast var dauður hrafn, sé frá árinu 1867, en framan af hafi sá siður verið bundinn mánudegi í byrjun föstu. Ekki má heldur gleyma hópum barna, sem klæddu sig í skringilegan fatnað og fórum um bæinn og sungu og fengu í staðinn sælgæti og jafnvel peninga. Lengi framan af var fátítt að halda öskudaginn hátíðlegan annars staðar á landinu, en nú hefur siðurinn verið tekinn upp víða um land. Með öskudegi hefst langafasta eða sjö vikna fasta í kaþólskum sið. Öskudagur er ávallt miðvikudag sjö vikum fyrir páska og heitir á dönsku og norsku askeonsdag, á ensku Ash Wednesday og á þýsku Aschermittwoch.

Lesa meira