27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Iðnaðarsafnið á Akureyri verður opið áfram
Þessi tilkynning var birt á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins rétt í þessu!
Nú er orðið ljóst að Iðnaðarsafninu á Akureyri verður ekki lokað nú 1. mars eins og allt stefndi í á dögunum.
Akureyrarbær hefur ákveðið að koma með fjármagn til þess að safnið verði áfram opið, allar götur fram á haustið, og því mun nú strax á morgun taka í gildi nýr opnunartími.
Safnið verður þá frá og með 1. mars 2023 opið alla daga vikunnar frá kl 13.00 til kl 16.00 , líka um helgar. og síðar í vor mun sumaropnum safnsins taka gildi og verður það auglýst síðar.
Áfram munum við vinna að framgangi safnastefnu Akureyrar 2022-2026 sem gerir ráð fyrir viðræðum stjórna Iðnaðarsafnsins og Minjasafnsins um aukna samvinnu og eða samruna safnanna.
Akureyrarbær hefur skipað Þórgný Dýrfjörð fulltrúa sinn til að stýra þessum væntanlegu viðræðum safnanna
Þessi niðurstaða er okkur mikið fagnaðarefni og viljum við koma þökkum okkar beint á framfæri við bæjaryfirvöld og einnig allra þeirra sem við vitum að hafa sent okkur stuðning og góðan hug í símtölum, heimsóknum og fallegum kveðjum.
Ennfremur ætlum við að setja strax í gang undirbúning að sýningum sumarsins og þess má geta að við munum koma að hátíðarhöldum sjómannadagsins eins og á síðasta ári.
Í dag er ástæða til að gleðjast, þakka og ganga bjartsýn til nýrra tíma.
Hollvinir Iðnaðarsafnisns munu bjóða í hollvinakaffi á föstudaginn 3. mars. kl 10.00.
Allir velunnarar Iðnaðarsafnsins eru hjartanlega velkomnir.