Fréttir

Undirbúa sölu mannvirkja í Skjaldarvík

,,Það er enn óljóst hvaða stefna verður tekin, öll sú umræða er eftir,“ segir Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjanefndar Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Biðin eftir húsnæði við hæfi

Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. Ánægjulegt er að bæjarstjórn samþykkti samhljóða þær þrjár tillögur sem ég lagði fram í bæjarstjórn við gerð áætlunarinnar og í tengslum við rammasamning um aukið íbúðaframboð. Þær tillögur voru svo hljóðandi:

 

• Bæjarstjórn Akureyrarbæjar er sammála þeim meginmarkmiðum sem sett eru fram í rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Bæjarstjórn leggur áherslu á að flýta eins og kostur er endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og ganga í kjölfarið til viðræðna við ríkið og HMS um gerð samkomulags sem byggir á þeim markmiðum.
• Akureyrarbær mun formlega óska eftir samvinnu við þau nágrannasveitarfélög sem teljast mynda sameiginlegt atvinnusvæði um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir svæðið í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018
• Bætt verði við húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar sérstök greining fyrir Hrísey og Grímsey.

 

Í kjölfarið tóku drög að húsnæðisáætlun heilmiklum breytingum og þær ánægjulegustu voru að nú er gert ráð fyrir því í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar að 5% af nýju húsnæði verði félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélagsins og að hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði, verði 30% af nýju húsnæði.

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Fólkið í blokkinni í kvöld

„Við völdum þetta verkefni af því það er svo skemmtilegt, fullt af fjöri, mikil og góð tónlist út sýninguna þannig að engum ætti að leiðast, „ segir Jóhanna Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins en frumsýning á leikverkinu Fólkið í blokkinni verður í Freyvangi í kvöld, föstudagskvöld 24. febrúar kl. 20.

Jóhanna segir að leikverkið um Fólkið í blokkinni sé alls ekki eins og þættirnir sem margir þekkja og voru sýndir á RÚV og það er heldur ekki eins og samnefnd bók. „Þetta er allt annað,“ segir hún en leikgerðin snýst um fólk sem býr í sömu blokk og ákveður að setja upp söngleik. „Persónur eru að hluta til hinar sömu og í bókinni og húmorinn er sá sami.“

Lesa meira

NÝTT- Yfirlýsing á Fb síðu Iðnaðarsafnsins

Núna laust fyrir kl 20  kom eftirfarandi færsla á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins en framtíð þess hefur verið í umræðu s.l vikur. 

,,Saga Iðnaðarsafnsins á Akureyri í núverandi mynd er á enda.

Í dag varð það endalega ljóst að rekstur Iðnaðarsafnsins á Akureyri eins og hann hefur verið á undanförnum tæpum 25 árum, er komin að endamörkum.

Vilji og ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar er að safnið sameinist Minjasafninu á Akureyri og ennfremur verði hætt að safna áfram munum úr sögu Akureyrar, umfram einhver óskilgreynd ár á síðustu öld.
Einkum verði horft til áranna þegar iðnaður var í mestum blóma hér og þá einhverra sérstakra fyrirtækja en ekki verði haldið áfram að varðveita og safna í heild sinni iðnaðarsögu Akureyrar á nýrri öld.

Nokkuð ljóst er að Iðnaðarsafnið verður ekki opið á ársgrundvelli eins og verið hefur og muni þá væntanlega verða horft einkum til sumaropnunar og eða einstakra sýninga.

Á þessu stigi er einnig alveg óljóst hvort og þá með hvaða hætti safnið verði opið eftir 1. mars n.k.

Um þessa ákvörðun bæjaryfirvalda ætlum við starfsmenn og hollvinir safnsins ekki að tjá okkur að sinni, en munum síðar gefa út sameiginlega yfirlýsingu.”

Lesa meira

Barnaheimili á Indlandi styrkt af Ísfell og Gentle Giants á Húsavík

Daníel Chandrachur Annisius skrifar

Lesa meira

Nettó hefur opnað 2000 fermetra verslun á nýjum stað á Glerártorgi

Nettó opnaði í dag nýja og endurbætta 2000 fermetra verslun á nýjum stað á Glerártorgi, í plássi sem Rúmfatalagerinn var í áður. 

Lesa meira

Matargjafir á Akureyri og nágrenni Beiðnum hefur fjölgað mjög mikið þetta ár

Sigrún Steinarsdóttir sem heldur úti síðunni Matargjöfum á Akureyri  og nágrenni á Facebook dregur upp í færslu á Fb. dökka mynd af stöðu mála hjá mörgum um þessar mundir.

Lesa meira

Bætt götulýsing á Grenivík

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað á liðnu hausti að hefja nú í ár Led-væðingu ljósastaura á Grenivík.  Með því yrði lýsing bætt til muna en um leið náð fram orkusparnaði til framtíðar.

Skipt hefur verðið um hausa á ljósastaurum í Túngötu.  Þar sem mjög langt er á milli staura í götunni, var nokkur áskorun að finna hausa sem ná að lýsa upp götuna án þess að lýsa beint á lóðir og glugga húsa.  Reykjafell annaðist val hausa og var notað hermilíkan í tölvu til að skoða mismunandi lausnir en starfsmenn sveitarfélagsins sáu um undirbúning og vinnu við skiptin.

Lesa meira

Gáfu 800 ostborgara og franskar á Öskudaginn

Öskudagurinn fór vel fram í ágætis veðri á Akureyri í gær. Öskudagslið í glæsilegum búningum fóru milli fyrirtækja og fluttu vel æfð lög fyrir starfsfólk og fengu verðlaun fyrir.

Lúgunestin á Akureyri, Leirunesti, Ak-inn og Veganesti tóku sig saman og buðu uppá gjafabréf fyrir ostborgurum eða frönskum sem hægt væri að nýta milli sjoppa og auglýstu vel dagana fyrir.  Þessi hugmynd virðist fara vel í bæjarbúa því úr varð að 800 gjafabréf fyrir hamborgurum eða frönskum fóru út í skiptum fyrir söng.

„Okkur langaði að gera vel við börnin eftir frekar flókna öskudaga undanfarin ár útaf covid og varð þessi leið fyrir valinu og má segja að hún hafi vægast sagt slegið í gegn hjá öskudagsliðum bæjarins“ sagði Markús Gústafsson í Ak-Inn er hann var inntur eftir því hvers vegna þeir ákváðu að gefa hamborgara.

 

Lesa meira

Kvöldmaturinn Kókos Kjúklinga fajitas með hrísgrjónum

Kristinn Hugi heiti ég og  er á þriðja ári í matreiðslu við Verkmenntaskólann á Akureyri.  Ég hef verið að fikta við mat alveg frá því að ég var lítill pjakkur,  það var alltaf eitthvað sem heillaði mig við matreiðslu. Ákvörðunin að fara í þetta nám var því ekki erfið og ég mæli eindregið með því fyrir alla þá sem hafa áhuga á mat og matreiðslu,“ segir Kristinn Hugi Arnarsson sem er á þriðja ári á matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

 Hann segir að þessi uppskrift hafi orðið fyrir valinu því hún sé alltaf til í pokahorninu og gott að grípa til þegar sköpunargleðin er ekki alveg til staðar.  „Þessi réttur er mjög góð blanda af léttum og ljúfum brögðum ásamt smá sterkum tónum. Það er einnig hægt að bera hann fram sem pottrétt vilji fólk það og þá með naan brauði og einn kostur er að hafa réttinn bara alveg einan og sér.“

 

Lesa meira