Fréttir

Smámunasafnið - Uppsöfnuð meðgjöf samfélagsins um 300 milljónir

Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit er að rekið með 15 milljón króna meðgjöf frá samfélaginu á hverju ári. Á núvirði er uppsöfnuð meðgjöf samfélagsins með safninu frá opnun þess árið 2003 um 300 milljónir króna. Þetta kemur fram í samantekt sveitarstjóra, Finns Yngva Kristinssonar.

Lesa meira

Af ,,spekingum”, bæjarfulltrúum og ,,Freka kallinum”

Helsta áskorun í málefnum menningarminja er almenn vanþekking á málaflokknum. Þetta fullyrti Andrés Skúlason verkefnastjóri og formaður fornminjanefndar í erindi fyrir skömmu. Hann staðhæfði auk þess að lítill hluti sveitarstjórnarmanna hefði kynnt sér málefni minjaverndar. Andrés hefur langa reynslu af sveitarstjórnarmálum. Hann starfaði svo dæmi sé tekið nær samfellt í 16 ár sem oddviti í Djúpavogshreppi. En hvernig er staðan í okkar ágæta bæjarfélagi sem á sér langa sögu og státar af merkum menningarminjum? Umræður á bæjarstjórnarfundi þann 7. febrúar síðastliðinn varpa ljósi á þekkingu og afstöðu sveitarstjórnarmanna í Akureyrarbæ.

Við skulum rýna í orðræðu Andra Teitssonar og andsvör Hildar Jönu Gísladóttur. Þau eru bæði að hefja sitt annað kjörtímabil og hafa því meiri reynslu en flestir samstarfsmenn þeirra í bæjarstjórn. Andri steig í ræðustól þegar fjallað var um umdeildar breytingar á skipulagi í elsta bæjarhluta Akureyrar. Hann talaði í háðstón um ,,spekingana” hjá Minjastofnun Íslands og hnýtti í bæjarfulltrúa fyrir að vitna til umsagnar þeirrar stofnunar.  Virðingarleysið sem Andri Teitsson sýndi faglegri og vandaðri umsögn sérfræðings Minjastofnunar er auðvitað ósæmandi.

Lesa meira

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2023

Ákveðið hefur verið að gera 18 verkefni að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 

Lesa meira

Jaðarsvöllur opinn

Jaðarsvöllur er opinn fyrir golfara samkvæmt tilkynningu sem  var að berast frá Golfklúbbi Akureyrar.  Nú þarf eiginlega að kalla til elstu konur  og karla til þess að komast að því hvort Jaðarsvöllur hafi áður verið opnaður  í lok febrúar.  Það er s.s. hægt að spila golf á Jaðarsvelli og skjótast svo á skíði i Hlíðarfjalli í kjölfarið, það er eitthvað.

Lesa meira

Iðnaðarsafnið á Akureyri verður opið áfram

Þessi tilkynning var birt á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins rétt í þessu!
 
Nú er orðið ljóst að Iðnaðarsafninu á Akureyri verður ekki lokað nú 1. mars eins og allt stefndi í á dögunum.
Akureyrarbær hefur ákveðið að koma með fjármagn til þess að safnið verði áfram opið, allar götur fram á haustið, og því mun nú strax á morgun taka í gildi nýr opnunartími.
Safnið verður þá frá og með 1. mars 2023 opið alla daga vikunnar frá kl 13.00 til kl 16.00 , líka um helgar. og síðar í vor mun sumaropnum safnsins taka gildi og verður það auglýst síðar.
Lesa meira

Niceair þrisvar í viku til Kaupmannahafnar

Niceair flýgur þrisvar i viku til Kaupmannahafnar  frá og með 1 júni n.k.  en frá þessu  segir í tilkynningu frá félaginu nú i morgun. Eins  og kunnugt er  hafa ferðir til þessa verið tvær í viku en nú er slegið í og flug á þriðjudögum bætist við í sumar.

Lesa meira

Selma Sól er einstakt barn

„Við þurfum öll að fá fræðslu og skilning til að geta vaxið sem einstaklingar. Við þurfum að byrja á okkur sjálfum og þannig verðum við tilbúin að hjálpa öðrum að vaxa. Við erum öll einstök,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal  Reynisdóttir móðir Selmu Sólar sem er einstakt barn. 

Lesa meira

Byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey lokið

Lokafundur í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey var haldinn með íbúum eyjarinnar í síðustu viku. Þar með var komið að þeim tímamótum að Byggðastofnun dró sig formlega í hlé úr verkefninu.

Á fundinum var farið yfir það sem hefur áunnist frá því verkefnið hófst árið 2015 og er lokaskýrsla um það í smíðum um þessar mundir. Fram kom að bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarbæ verði tengiliður Grímseyinga við stjórnsýsluna vegna málefna sem þá varða og Anna Lind Björnsdóttir verður tengiliður frá Samtökum sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Þær munu aðstoða íbúa við að fylgja framfaraverkefnum eftir.

Lesa meira

SVARTIR SAUÐIR/CZARNE OWCE

Stundum eru svörtu sauðirnir bestu sauðirnir. Fólk kennir sjálft sig við svarta litinn af alls kyns ástæðum. Fimmtudagskvöldið 2. mars hefst tónleikaferð listahópsins (N)ICEGIRLS um Norð-austurland. Það eru Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hafa samið splunkunýja tónleikadagskrá um sauðfjárrækt, væntumþykju, lífið á Íslandi nú og þá, upphafningu svarta litarsins og fleira. Tónlist og ljóð eru alfarið samin af þeim sjálfum, en þær syngja og leika á selló og orgel.

 Listahópurinn ICEGIRLS, eða (N)ICEGIRLS kemur hér fram í fyrsta sinn. Hópurinn mun fremja tónlist, ljóðlist og myndlist og ekki endilega vera alltaf skipaður stelpum og ekki endilega alltaf vera úr klaka. En fást við lífið, á Íslandi og bara yfirleitt. Eins og gengur. (N)ICEGIRLS reyna að vera næs, en kannski mun það ekki alltaf takast. Það á eftir að koma í ljós.

Lesa meira

Eru Mærudagar barn síns tíma?

Leiðari úr 7. tölublaði Vikublaðsins þar sem hugmynum um framtíð Mærudaga er velt upp

Lesa meira