Fréttir

Nýr stígur frá Wilhelmínugötu að Hamraafleggjara

Hafist verður handa við að leggja stíg með fram Kjarnavegi  komandi sumar. Hann verður um 600 metra langur og liggur frá Wilhelmínugötu og suður að afleggjaranum við Hamra. Stígurinn liggur vestan við Kjarnagötuna.

Lesa meira

Það er eitt og annað áhugavert í blaði dagsins.

Stígur úr Hagahverfi að afleggjara að Hömrum verður lagður á komandi sumri, leitað að hentugra húsnæði fyrir Lautina, og  Matargjafir á Akureyri og nágrenni fær fyrirspurnir um páskaegg.  Afkoma Kjarnafæðis  Norðlenska á sl. ári var jákvæð og Búnaðarsamband Eyjafjarðar  vill að fólk viti hvaðan matur fólks  kemur.

Lesa meira

Anna María efst á heimslista U21

Anna María Alfreðsdóttir átti frábært innandyra tímabil í opnu heimsmótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery.

Lesa meira

Samið á ný við Tónræktina

Í dag var undirritaður nýr samingur Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk vegna tónlistarfræðslu ungs fólks

Lesa meira

Sjómenn fá mottumarssokka

Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa sendu öllum sjómönnum sem starfa hjá félögunum sokka sem Krabbameinsfélagið selur í tengslum við Mottumars.

Lesa meira

Það þarf að ganga í verkin

Það eru mörg verkefnin á hverjum tíma sem við sem þjóð þurfum að leysa, en okkur gengur misvel að leysa þau hratt og örugglega. Það á einna helst við innan þess opinbera og þörf er á því að breyta áherslum með það að markmiði að auka skilvirkni í kerfinu og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vera sífellt að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma

Lesa meira

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag

Daðey Albertsdóttir,  Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa

Lesa meira

Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska jákvæð á liðnu ári

Tekjur af rekstri sameinaðs félag Kjarnafæðis Norðlenska jukust um 15% á milli áranna 2021 og 2022 og batnaði afkoma samstæðunnar sem auk móðurfélagsins inniheldur dótturfélögin Norðlenska matborðið og SAH Afurðir.

 Hagnaður af rekstri var 178 milljónir króna eftir skatta samanborið við 152 milljóna króna tap árið 2021. Aðalfundur Kjarnafæðis Norðlenska var haldinn nýverið þar sem þetta kom fram. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 699 milljónir króna samanborið við 123 milljónir króna árið 2021.  Ársverk 2022 voru 302.

Lesa meira

Narfi í Hrísey er fyrirmyndarfélag

Ungmennafélagið Narfi í Hrísey, sem er eitt af 21 aðildarfélagi innan ÍBA, hlaut viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Lesa meira

Skátar í heimsókn á Húsavík

Í síðustu viku komu fulltrúar Bandalags íslenskra skáta í heimsókn í Norðurþing

Lesa meira