Fréttir

Viðbótarframlag svo hægt verði bjóða upp á fleiri sýningar á Chicago

„Chicago er án efa stærsta sýning LA í mörg ár og hefur aðsókn og eftirspurn farið fram úr björtustu vonum. Sýningin hefur algjörlega slegið í gegn hjá áhorfendum,“ segir Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.

Til stóð að hætta sýningum í byrjun apríl næstkomandi, en Marta segir að í ljósi mikillar eftirspurnar hafi það hreinlega ekki verið hægt.

„Aðsóknin á Chicago hefur góð áhrif á allan bæinn því sýningin dregur að sér gesti frá öðrum sveitarfélögum og þeir nýta sér þá ýmsa þjónustu sem í boði er í bænum í leiðinni, svo sem veitingastaði, gistingu og fleira. Þetta kemur sér því vel fyrir marga og sýnileiki bæjarins eykst. Við erum afar stolt af þessari sýningu og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Marta.

Óskuðu eftir 4 milljónum, fengu 3

Menningarfélag Akureyrar, MAk óskaði eftir viðbótarframlagi frá Akureyrarbæ upp á fjórar milljónir króna til að hægt sé að framlengja sýningartímabil söngleiksins Chicago. Bæjarráð tók erindið fyrir og samþykkti að veita MAk þrjár milljónir króna.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista lagði á fundi bæjarráðs fram bókun þar sem hún fagnar því að bæjarráð veiti Menningarfélagi Akureyrar viðbótarframlag.
„Mér finnst þó miður að ekki hafi verið hægt að verða við ósk Menningarfélags Akureyrar um viðbótarframlag að upphæð kr. 4.000.000, en beiðnin var vel rökstudd og forsendur hennar skýrar.“

Lesa meira

Fréttatilkynning Höldur - Bílaleiga Akureyrar komin með yfir 500 rafbíla í flotann.

Höldur - Bílaleiga Akureyrar tók á dögunum við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt síðustu ár og er það í takt við áherslur fyrirtækisins um að vera ávallt í fararbroddi í umhverfismálum og leiðandi í orkuskiptum.

Lesa meira

Fréttatilkynning Hver hlýtur Eyrarrósina 2023?

Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl.

 

Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, Bræðsluna á Borgarfirði eystra, Skaftfell, Frystiklefann á Rifi, Aldrei fór ég suður, Ferska vinda í Garði, List í ljósi á Seyðisfirði, Skjaldborg á Patreksfirði og nú síðast brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga.

 

Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, gert verður myndband um verkefnið og því gefinn kostur á því að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024.

Að auki verða veitt þrenn hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar til verkefna sem hafa verið starfrækt í minna en þrjú ár. Hver hvatningarverðlaun eru 750 þúsund krónur.

 

Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag Eyrarrósarinnar og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Listahátíðar: www.listahatid.is/eyrarrosin

Lesa meira

Verkalýðshreyfing á krossgötum -Landsfundur VG laugardaginn 18. mars 2023

Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík flutti í gær ávarp á Landsþingi VG sem vakið hefur mikla athygli   Vefurinn hefur fengið margar áskoranir um það hvort ekki væri hægt nálgast ávarpið og birta á vefnum.  
Höfundur gaf sitt samþykki 

 

Ágæta samkoma

 

Takk fyrir að bjóða mér að koma hér í dag og tala um stöðuna í verkalýðshreyfingunni.

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mikil átök hafa verið innan hreyfingarinnar, átök sem ekki sér fyrir endann á. 

Framundan er þing Alþýðusambands Íslands en  þinghaldinu var frestað vegna óeiningar og klofnings á reglulegu þingi þess í október á umliðnu ári. Ákveðið var að boða til framhaldsþings í apríl og ljúka þingstörfum.  

Lesa meira

Framsýn semur við Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsfólk

Framsýn hefur gengið frá samningi við flugfélagið Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Samningurinn gildir einnig fyrir félagsmenn Þingiðnar og STH. Félagsmenn geta verslað tvö gjafabréf á ári. Virði gjafabréfsins er kr. 32.000,-. Fyrir gjafabréfið greiða félagsmenn kr. 20.000,-. Fyrir tvö gjafabréf greiða félagsmenn kr. 40.000,- í stað kr. 64.000,-. Verðin taka mið af umsömdu verði og niðurgreiðslum stéttarfélaganna.

Gjafabréfin eru seld í gegnum orlofsvef stéttarfélaganna www.framsyn.is

Hægt er að nýta gjafabréfin til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu félagsins www.niceair.is

Lesa meira

Landeigendur tveggja jarða í Svalbarðsstrandarheppi stefna Skógræktarfélagi Eyjafjarðar

Landeigenda tveggja jarða í Svalbarðsstrandarhreppi, Veigastaða og Halllands hafa stefnt Skógræktarfélagi Eyfirðinga og var málið dómtekið í Héraðsdómi Norðurlands eystra í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að málflutningur fari fram  í lok þessa mánaðar. Vaðlaskógur sem er í eigu skógræktarfélagsins liggur í landi fjögurra jarða í tveimur sveitarfélögum, auk Veigastaða og Halllands eru það Ytri- og Syðri Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Fram kemur í ályktun frá Skógræktarfélaginu að stefnan sé til komin vegna tilrauna landeigenda til að hafa af félaginu umráðarétt yfir landi skógarins.

Lesa meira

Ný stefna og nýir sviðsforsetar við Háskólann á Akureyri

Þessa dagana er unnið hörðum höndum að mótun nýrrar stefnu við Háskólann á Akureyri. Vinnuna leiðir Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri en stefnt er að því að hún taki gildi strax á næsta ári.

Lesa meira

Sjö manns bjargað eftir snjóflóð

Lögreglan á Norðulandi skrifar.
 
Eins og við greindum frá eftir hádegið þá fengu viðbragðsaðilar í Eyjafirði tilkynningu kl. 12:27 að snjóflóð hefði fallið á hóp skíðamanna innarlega í Brimnesdal í Ólafsfirði, nánar tiltekið undir Kistufjalli. Fram kom að þarna væri um 7 manna hóp að ræða og væri allavega einn þeirra talsvert slasaður.
Voru sveitir Landsbjargar frá Siglufirði til Akureyrar ræstar út, lögregla og sjúkraflutningamenn á Tröllaskaga og þá var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðgerðastjórn var virkjuð á Akureyri.
Lesa meira

Vill blása lífi í Sjómannadaginn

Sigfús Ólafur Helgason safnstjóri Iðnaðarsafnsins og fyrrum sjómaður hefur viðrað hugmyndir sínar um það að hefja Sjómannadaginn á Akureyri til vegs og virðingar á ný, en allur gangur hefur verið á hátíðarhöldum héri bæ sl. áratug eða svo.  Stundum og stundum ekki, reyndar stundum bannað eins og á tímum Covid eins og  fólk man hefur svolítið verið viðkvæðið sem Sjómannadagurinn á i hlut.  Hugmynd Sigfúsar gengur út á að hér verði þriggja daga vegleg hátíð sem muni fara fram vítt og breytt um bæinn frá Iðnaðarsafninu og norður i Sandgerðisbót.

Lesa meira

Ávaxtahlaðborð í Samkomuhúsinu

Egill P. Egilsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Húsavíkur á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur

Lesa meira