20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Fjall á Langanesi og fleiri spurningar
- Þetta fallega fjall er að finna á Langanesi. Hvað heitir fjallið?
- Um sl. helgi var haldið landsþing íslensks stjórnmálaflokks í Hofi á Akureyri. Hvað heitir stjórnmálaflokkurinn?
- Hver er stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs?
- Mikil umræða hefur verið undanfarið stórþara úti fyrir ströndum Norðurlands. Fyrirtæki nokkuð áformar reisa þaraþurrkun á Húsavík og reyndar frekari starfsem í Akureyri einnig en hvað heitir fyrirtækið?
- Hvað heitir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar?
- Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir söngleikinn Chicago og hefur uppfærslan slegið í gegn. En hverjir eru höfundar söngleiksins? (Já, þeir eru þrír).
- Hver er 1. Þingmaður Norðaustur kjördæmis? Þingmaðurinn er jafnframt formaður síns þingflokks.
- Hver leikstýrði heimildamyndinni um Reyni sterka frá árinu 2017?
- Hvað heitir skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
- Húsavík kom sér í heimspressuna í kjölfar þess að Netflix tók upp kvikmynd í bænum fyrir nokkrum árum. Myndin skartaði m.a. stórleikaranum Will Ferrel og var með Eurovison þema. Hvað heitir myndin? (Svarið þarf að vera nákvæmt).