27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Lilja Alfreðsdóttir Menningar-viðskipta og ferðamálaráðherra í heimsókn á Iðnaðarsafnið
Á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins er sagt frá heimsókn Lilju Alfreðsdóttur Menningar-viðskipta og ferðamálaráðherra á safnið í gær föstudag.
,,Í gær kom í heimsókn á Iðnaðarsafnið Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra.
Það var gaman að leiða ráðherrann um safnið og sýna henni þá merkilegu sögu iðnaðar er Iðnaðarsafnið er að segja og sannarlega vakti þessi saga upp margar minningar í huga ráðherrans.
Það var líka einstaklega gaman að verða vitni af þeim eldhug er ráðherrann brennur fyrir safnastarfið í landinu, og síðast en ekki síst þá hafði Lilja margar skemmtilegar hugmyndir um safnastarf almennt og hún lagði áherslu að í safnastarfi mætti ekki gleyma börnunum og söfnin verða geta glatt börn og lofað þeim að snerta, prófa og jafnvel skapa hluti inn á sýningum safnanna.
Þetta er hugleiðing og um leið hvatning til okkar að búa til barnahorn í safninu.
En þessi heimsókn Lilju Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra var einkar skemmtileg og þökkum við henni kærlega fyrir komuna.“