Fréttir

Finnskur varnarmaður til liðs við Þór í fótboltanum

Heimasíða Þórs greinir frá þvi að finnski leikmaðurinn Akseli Kalermo hafi skrifa undir samnig við knattspyrnudeild félagsins  og leiki með liðinu  á komandi  keppnistímabili.  Kalermo sem er  26 ára gamall leikur i stöðu miðvarðar og kemur til Þórsara frá Litháenska félaginu FK Riteriai sem er frá Vilinius. 

Lesa meira

Áhersla á vetrarflug til að jafna árstíðasveiflur

„Farþegarnir sem koma hingað að vetri eru að leita að ævintýrum og náttúru yfir vetrartímann. Þeir sækja hingað til að sjá norðurljósin, prófa böðin okkar og fara í jeppaferðir, sleðaferðir, hundasleða, heimsækja söfn og sýningar og gönguferðir svo eitthvað sé nefnt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. . „Við leggjum mesta áherslu á vetrarflugin, en þannig getum við lagfært árstíðarsveiflu sem við búum enn þá við hér á svæðinu.“

Lesa meira

Notaður tölvubúnaður úr VMA fær framhaldslíf í skóla í Bobo-Dioulasso í Búrkína Fasó

Á síðasta ári var tölvubúnaður í VMA endurnýjaður, fartölvur leystu af hólmi stofutölvur og skjái. Um eitthundrað tölvur, sem var skipt út í VMA, munu síðar á þessu ári fá nýtt hlutverk í skólanum Ecole ABC de Bobo í Bobo-Dioulasso, næststærstu borg Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku, þar sem búa um 540 þúsund manns.  

Yfirgripsmikið starf ABC barnahjálpar í Bobo-Dioulasso

Á annan áratug hefur ABC barnahjálp á Íslandi lagt sitt af mörkum við skólastarfið í þessum leik-, grunn- og framhaldsskóla í Bobo-Dioulasso og eru forstöðumenn hans íslenskir, Hinrik Þorsteinsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Þau stýra skólanum og uppbyggingarstarfinu þar í samstarfi við heimafólk. ABC barnahjálp á Íslandi og í Bretlandi er fjárhagslegur bakhjarl þessa skólastarfs og er það eitt af þeim verkefnum sem ABC barnahjálp á Íslandi styður. Markmiðið með starfi ABC barnahjálpar er að gefa fátækum börnum tækifæri til þess að mennta sig og efla þau og styrkja í lífinu.

Lesa meira

Fjórðungur úr aðalúthlutun Safnasjóðs fer til Norðurlands

Á árinu 2023 hefur menningarráðherra að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað alls 209.510.000 krónum úr safnasjóði

Lesa meira

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar rekur Smámunasafnið ekki áfram í núverandi mynd

„Ekkert stefnuleysi ríkir hjá sveitarstjórn þegar kemur að safninu og framtíð þess,“ segir í svari sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveit til Félags íslenskra safna og safnamanna, en félagið spurðist fyrir um áform sveitarstjórnar varðandi Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem verið hefur í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit um árabil. 

„Sveitarstjórn hefur ákveðið að reka safnið ekki áfram í núverandi mynd. Í því felst að sveitarfélagið mun láta af því að skrá safnmuni og ekki ráða starfsmann til að halda úti almennri opnun safnsins,“ segir í svari Eyjafjarðarsveitar þar sem spurt er um stefnu varðandi framtíð safnsins.

Lesa meira

Nýr þriggja deilda leikskóli í burðarliðnum

„Það hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þriggja deilda leikskóla og þar verður pláss fyrir 48 börn, 16 á hverri deild,“ segir Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri. Útlit er fyrir að vanti um 40 leikskólapláss í bænum næsta haust.

Lesa meira

„Það var mikið þarna sem ekki er búið að endurnýja mjög lengi“

-Segir Heiðar Hrafn Halldórsson, verkefnastjóri Hvalasafnsins á Húsavík en þar eru umfangsmiklar framkvæmdir í gangi

Lesa meira

Gamli golfskálinn á Húsavík brennur

Í  morgun klukkan 10 hófst æfing hjá slökkviliði Norðurþings við gamla golfskálann á Húsavík

Lesa meira

Jákvætt að fjölga möguleikum til afþreyingar í Hlíðarfjalli

Bæjarráð Akureyrar telur mjög jákvætt að afþreyingarmöguleikum verði fjölgað í Hlíðarfjalli á heilsársgrunni. Nýverið hafa tveir aðilar lýst yfir áhuga á að setja upp nýja afþreyingu á svæðinu og hefur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni Hlíðarfjalls verið falið að útbúa drög að auglýsingu þar að lútandi.

Lesa meira

Tekist á við viðkvæm en mikilvæg málefni

Leikfélag Húsavíkur setur upp Ávaxtakörfuna í Samkomuhúsinu

Lesa meira