Fréttir

Matargjafir á Akureyri og nágrenni Beiðnum hefur fjölgað mjög mikið þetta ár

Sigrún Steinarsdóttir sem heldur úti síðunni Matargjöfum á Akureyri  og nágrenni á Facebook dregur upp í færslu á Fb. dökka mynd af stöðu mála hjá mörgum um þessar mundir.

Lesa meira

Bætt götulýsing á Grenivík

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað á liðnu hausti að hefja nú í ár Led-væðingu ljósastaura á Grenivík.  Með því yrði lýsing bætt til muna en um leið náð fram orkusparnaði til framtíðar.

Skipt hefur verðið um hausa á ljósastaurum í Túngötu.  Þar sem mjög langt er á milli staura í götunni, var nokkur áskorun að finna hausa sem ná að lýsa upp götuna án þess að lýsa beint á lóðir og glugga húsa.  Reykjafell annaðist val hausa og var notað hermilíkan í tölvu til að skoða mismunandi lausnir en starfsmenn sveitarfélagsins sáu um undirbúning og vinnu við skiptin.

Lesa meira

Gáfu 800 ostborgara og franskar á Öskudaginn

Öskudagurinn fór vel fram í ágætis veðri á Akureyri í gær. Öskudagslið í glæsilegum búningum fóru milli fyrirtækja og fluttu vel æfð lög fyrir starfsfólk og fengu verðlaun fyrir.

Lúgunestin á Akureyri, Leirunesti, Ak-inn og Veganesti tóku sig saman og buðu uppá gjafabréf fyrir ostborgurum eða frönskum sem hægt væri að nýta milli sjoppa og auglýstu vel dagana fyrir.  Þessi hugmynd virðist fara vel í bæjarbúa því úr varð að 800 gjafabréf fyrir hamborgurum eða frönskum fóru út í skiptum fyrir söng.

„Okkur langaði að gera vel við börnin eftir frekar flókna öskudaga undanfarin ár útaf covid og varð þessi leið fyrir valinu og má segja að hún hafi vægast sagt slegið í gegn hjá öskudagsliðum bæjarins“ sagði Markús Gústafsson í Ak-Inn er hann var inntur eftir því hvers vegna þeir ákváðu að gefa hamborgara.

 

Lesa meira

Kvöldmaturinn Kókos Kjúklinga fajitas með hrísgrjónum

Kristinn Hugi heiti ég og  er á þriðja ári í matreiðslu við Verkmenntaskólann á Akureyri.  Ég hef verið að fikta við mat alveg frá því að ég var lítill pjakkur,  það var alltaf eitthvað sem heillaði mig við matreiðslu. Ákvörðunin að fara í þetta nám var því ekki erfið og ég mæli eindregið með því fyrir alla þá sem hafa áhuga á mat og matreiðslu,“ segir Kristinn Hugi Arnarsson sem er á þriðja ári á matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

 Hann segir að þessi uppskrift hafi orðið fyrir valinu því hún sé alltaf til í pokahorninu og gott að grípa til þegar sköpunargleðin er ekki alveg til staðar.  „Þessi réttur er mjög góð blanda af léttum og ljúfum brögðum ásamt smá sterkum tónum. Það er einnig hægt að bera hann fram sem pottrétt vilji fólk það og þá með naan brauði og einn kostur er að hafa réttinn bara alveg einan og sér.“

 

Lesa meira

Eining Iðja nýr formaður tekur við á næsta aðalfundi

Björn Snæbjörnsson mun láta af formennsku á næsta aðalfundi félagsins. Hann hefur gegnt embætti formanns Einingar-Iðju frá árinu 1999 og Verkalýðsfélagsins Einingar þar á undan frá árinu 1992, eða samtals í 31 ár. Hann sat sem meðstjórnandi í stjórn Einingar árin 1982 til 1986 og sem varaformaður frá árinu 1986. Árin í stjórn félagsins verða því orðin 41 þegar hann hættir formennsku og óhætt að segja að það verði stór tímamót á næsta aðalfundi þegar nýr formaður mun taka við. 

Lesa meira

Bakarís-fyrirlestrar Að eflast og vaxa eftir að ofbeldissambandi lýkur… er það mögulegt?

Í dag fimmtudaginn 23. febrúar nk. kynnir dr. Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar sem hún varði við HA í lok síðasta árs.

Kynningin fer fram í Brauðgerðarhúsinu í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð og hefst kl. 16:00.

Lesa meira

Sæfari á leið í slipp í vor en óljóst er hvernig siglingum verður háttað til Grímseyjar á meðan

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær var m.a. rætt um málefni Grímseyjar. Halla Björk Reynisdóttir fór meðal annars yfir stöðu mála og næstu skref við lok byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey, skipulagsmál, orkumál, sorpmál og atvinnumál.

Lesa meira

Áríðandi tilkynning frá Norðurorku

Vegna vinnu við dreifikerfi Norðurorku verður LOKAÐ fyrir RAFMAGN í hluta Lundahverfis á morgun fimmtudaginn 23. febrúar. Áætlaður tími er frá kl. 8.15-17.00 eða meðan vinna stendur yfir. Á heimasíðu Norðurorku, www.no.is, er að finna ýmis góð ráð við rafmagansrofi.

Lesa meira

Einstök börn GLITRAÐU MEÐ OKKUR 28 FEB

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 600 fjölskyldur í félaginu á landinu öllu sem eru með afar fátíðar greiningar.

Lesa meira

Kótilettukvöld í tilefni Mottumars

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis heldur Kótilettukvöld þann 23. mars í tilefni Mottumars

Lesa meira